Álfheiður Ólafsdóttir
|
Álfheiður - Líf framundan í Art-Iceland Við getum séð tröllamyndir greinilega í klettum og hólum, ef við horfum með athygli, en fæstir vilja viðurkenna ef þeir sjá eitthvað. Hver veit nema einhver sé að fylgjast með okkur þó að við höldum að við séum ein á gangi úti í guðsgrænni náttúrunni ? |
|
Álfheiður Ólafsdóttir - Líf framundan Sýningin Líf framundan er hugarsmíð Álfheiðar í heimi álfa, trölla og huldufólks. Líf framundan er framhald af sýningunni “álfar og tröll” sem var sett upp í sumar í tilefni af sumarlestri Bæjar -og bókasafnsins á Selfossi. |
|
Álfar og tröll - Álfheiður Ólafsdóttir Álfheiður Ólafsdóttir sýnir Álfa og tröll í tilefni af sumarlestri bókasafns Selfossar um álfa, huldufók og tröll. Álfheiður nýtir sér innsýn í álfaveröld og ævintýri í listsköpun sinni. Sýningin stendur yfir frá 4. júní til 4. ágúst. 2007. |
|
Álfar í mannheimum Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk á Thorvaldsen bar 17. febrúar til 31. mars 2007. Thorvaldsenbar er vinalegur bar í Austurstræti. Hann er skemmtilega innréttaður og er vel til þess fallinn að vera með myndlistasýningar. Þar er hægt að fá sér góðan mat á daginn og skemmta sér með lifandi tónlist á kvöldin, fram eftir nóttu. |
|
Myndlistarsýning í Miðstöð símenntunar Galleríið Art-Iceland opnaði myndlistarsýningu í samstarfi við Miðstöð Símenntunar Hafnarfirði laugardaginn 3ja febrúar. Sýningin hófst með opnun að Skólabraut 1, þar sem Lækjarskóli var áður til húsa. Myndverk tíu listamanna eru sýnd. |
|
Álfheiður og GSM - List Hjartans Gunnar S. Magnússon og Álfheiður Ólafsdóttir opnuðu sýningu í galleríinu Art-Iceland.com Skólavörðustíg 1a. Gunnar S. Magnússon sýnir portrait teikningar sem eru unnar á milli 1950 - 2000. Álfheiður opnar flóðgáttir tilfinninga og færir yfir á léreftið í óheftu litaflæði. |
|
Orkuflæði - sýning Fyrsta samsýning Art-Iceland.com opnaði þann 29. júlí í Mublunni Kópavogi. Listamennirnir sem renna á vaðið eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. |
|
Álfheiður Ólafsdóttir - Fjallið mitt Álfheiður Ólafsdóttir var með sýningu í Grindavík frá 29. janúar til 23. febrúar 2005. Sýningin bar heitið "Fjallið mitt" |
|