Web Design:











Arrival at Willow Point - Komið til Víðirness

Don Martin wrote this poem. It says a lot about how the newcomers came to New Iceland. Here is the original version by Don Martin along with Icelandic translation by Laufey Magnúsdóttir.

Don Martin orti þetta ljóð.  Ljóðið segir allt sem segja þarf um Vesturfarana þegar þeir komu til Nýja Íslands. Hér er upphafleg útgáfa ljóðsins eftir Don Martin ásamt íslenskri þýðingu Laufeyjar Magnúsdóttur.


 

 

Arrival at Willow Point - "Komið til Víðiness"

Arrival At Willow Point

When the Icelanders came to New Iceland
In eighteen hundred and seventy - five
To that stretch of sand in a foreign land,
To live, and to die, and to strive.

The North east gale blew fiercely
And as they rounded the point in that blow
The tub and the barges moved scarcely
In the waves and the driving snow.

The captain spotted a large white rock
Looming out of the gloom,
And decided right then to head for shore
And out of the impending doom.

For he had men, women and children,
Crouched in the barges back there
They where tired and sick and half frozen,
And some needed immediate care.

One woman on board was nearing her time,
Her child about to be born
The captain knew that both might die
If they didn't get out of the storm.

As the barges ground up on the sandy shore
There wasn't much shelter in sight,
In the lee of thin poplars an the big white rock,
The tents went up in the night.

On that stretch of sand in a foreign land
Jon Johanson  was born,
With the rising of the sun a new life had begun,
On that cold and frosty morn.

As the storm had cleared by morning
They gave thanks there on the sand,
Thanking God for bringing them safely,
To this new and different land.

They surveyed their surroundings
And liked what they could see,
The "Home of the Gods" someone uttered
We'll call our new home Gimli.

Don Martin
April 17. 1975

Komið til Víðirness.

Er íslenskir komu til Nýja Íslands
átján, hundruð sjötíu og fimm.
Að sendinni strönd við ókunnugt land
þá upphófst lífsbarátta grimm.

Það var norðaustanátt og napur vindur
sem fyrir nesið á móti blés,
er dráttarbátur dró varlega prammana
í snjókomu um öldur til hlés.

Er skipstjórinn þar skimaði í sortann
hann skjannhvítan klett þar sá,
í skyndi þá ákvörðun skeleggur tók hann
hér skyldu þau landi ná.

Börn, konur og menn í kulda og vesöld
í kös hímdu prömmunum á.
þar var alveg ljóst að allrahelst í kvöld
einhverjir þar líkn þyrftu að fá.

Ein konan brátt myndi barn sitt eiga
það barn myndi nýjan heim sjá,
en skipstjórinn vissi, þau skjótt myndu deyja
ef skjól fengju ei storminum frá.

Á sandströndu drógu þeir prammana skjótt
en lítt var um skjólgóðan blett.
Í skyndi þeir reistu þar skýli um nótt
í skjóli við aspir og klett.

Á frostköldum morgni á fjarlægri strönd
þar fæddist Jón Jóhannsson,
um sólarupprás við sendinn svörð
þar nýtt líf gaf landnemum von.

Er storminn lægði er leið á morgun
þeir litu á hinn hvíta sand
og þökkuðu Guði að leiða þá loks
í hið nýja og ókunna land.

Þeir virtu fyrir sér víðáttu landsins
og vel þeim líkaði sýn.
"Heimili guðanna" heyrðist einn segja,
"Gimli" er ný heimabyggð mín

Þýðing: Laufey Magnúsdóttir
Í Kanadaferð 13. ágúst 2000