Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 


List barna - akríl

Þú þarft ekki alltaf að nota pensil til að mála mynd. Það má líka breyta til og sleppa penslunum !  Akríl litir eru sérstaklega þægilegir þegar við viljum láta litina ráða ferðinni.

Undirbúningur:  Skerið niður karton.  Það þarf að vera þykkt og sterkt.  Síðan er strigi límdur ofan á kartonið.  Það er mjög gott að pensla lími ofan á strigann aukalega.  Þá rennur liturinn betur.  Þetta er látið þorna. 

 

Ég nota akrílmálingu og þynni hana aðeins með vatni.  Þægilegt er að nota LGG flöskur og hrista saman litinn og vatnið.  Þegar blandan er tilbúin þá hellum við úr flöskunni ofan á strigan og veltum spjaldinu til og frá.  Þá er tekinn annar litur og sá litur rennur saman við fyrri litinn.  Þeir fara í “ferðalag” saman og er ótrúlegt hvað verða til skemmtilegar myndir.  Það er ótakmarkað hvað má dunda sér lengi í þessu verkefni.  En passið bara að setja ekki of mikinn lit í einu og ekki blanda of mörgum litum saman. 

Hvetjið börnin til að segja frá hvað þau sjá út úr myndunum. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Það má gjarnan hafa það í huga að þessi leikur er ekki síður fyrir eldri börn og fullorðna.

Þessar litlu myndir má nota sem boðskort, eða setja þau í ramma upp á vegg.

Sjálf bjó ég til svona kort og notaði sem boðskort fyrir fermingu sonarins.

Ef eitthvað rennur út fyrir strigann þá er það allt í lagi.  Þá breytum við bara dropanum í einhverja fígúru eða málum ramman sem er utan um, allt eftir smekk hvers og eins.

Góða skemmtun ! 

 

Álfheiður Ólafsdóttir

 

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband