Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.comListalíf á Íslandi

Listalíf á Íslandi er í raun ótrúlega fjölbreytt. Þetta stafar sjálfsagt að hluta til af því hversu vel er búið að menntun Íslenskra listamanna. Það þarf ekki að leita lengi til að finna listamenn sem beita sínum eigin aðferðum til að koma frumlegum og áhugaverðum verkum sínum á framfæri.

Á þessari síðu eru fréttir og greinar um margsbreytileika íslensks listalífs. Þær ættu að gefa hugmynd um það hverju mannsandinn fær áorkað ef viljinn er til staðar.

 
Hið innra landslag Hið innra landslag
Nú stendur yfir myndlistasýning að Kirkjuhvoli, Listasetri Akraness. Charlotta Sverrisdóttir sýnir "Hið innra landslag", þar sem hún rýnir í taugafrumur. Við erum gerð úr frumum.
Einar Áskell, brúðuheimar Brúðuheimar í Borgarnesi
Forvitnin rak mig áfram að kynnast og skoða Brúðuheima í Borgarnesi. Ég var búin að gera mér í hugarlund að það væri áhugavert, en svo mér fannst það alveg frábært. Það veitir manni vellíðan að vera innan hagleiksverk Bernds. Umhverfið er eitt ævintýri sem slær í takt við það sem er til sýnis innan veggja Brúðuheima.
Jónshús Garðabæ, vorið 2008
Á vordögum 2008 sýndu 60 ára og eldri afrakstur vetrar í Jónshúsi í Garðabæ. Þar var fjölbreitt úrval, bæði af skrautmynum og nytjahlutum. Prjónastokkar, gestabækur, útskornar skrauthillur, svo eitthvað sé nefnt var til sýnins í Jónshúsi.
Guðný Svava - Eldur, ís og ævintýri Guðný Svava - Eldur, ís og ævintýri
Guðný Svava Strandberg sýnir í Geysi Bistro bar 20. apríl til 15. maí 2008. Myndirnar eru allar unnar með prentlitum og olíu á gljákarton. 
Vetrarhátíð Vetrarhátíð 2008
Ég var á ferðinni á vetrarhátíð og sótti heim nokkra staði sem mér fannst áhugavert að skoða. Ég missti reyndar af draugaganginum í Þjóðminjasafninu. Hreinlega vegna þess að mér fannst ekki hundi út sigandi fyrir óveði.
Senin Arenz - Kyrrð
"Stundum var sólin að reyna að komast í gegn um skýin eitt augnablik en samt nógu langur tími fyrir mig til að grípa þessar fáu sekúndur og fanga augnablikið"
Álfheiður - Líf framundan í Art-Iceland - Álfheimar Álfheiður - Líf framundan í Art-Iceland
Við getum séð tröllamyndir greinilega í klettum og hólum, ef við horfum með athygli, en fæstir vilja viðurkenna ef þeir sjá eitthvað. Hver veit nema einhver sé að fylgjast með okkur þó að við höldum að við séum ein á gangi úti í guðsgrænni náttúrunni ?
Charlotta - Fletir í Art-Iceland Charlotta - Fletir í Art-Iceland
Charlotta sýnir afrakstur vinnu sinnar eftir námið í sumar. Þar sem hún var í Master class tímum hjá Bjarna Sigurbjörnssyni.  Enn sem fyrr spila sterkir litir aðalhlutverkin í myndunum. Hún notar hreina liti og hliðstæða ásamt andstæðum litum í verkin. 
Bjartur sýnir í Art Iceland
Eyjólfur Bjartur Eyjólfsson opnaði sýningu á teikningum og akrílmyndum þann 15. september kl. 14 - 16. í Art-Iceland Skólavörðustíg 1a. 

Englateikning
Senin Arenz finnur engilinn þinn og málar hann fyrir þig. Hún færir þér skilaboð frá honum og skrifar skilaboðin á myndina.
Uppgötvaðu engilinn þinn, hæfileika þína og hvernig þú getur nýtt þá til frekari þroska og jákvæðara lífs.
Pádraig Grant Pádraig Grant - Augnablik í Afríku
Ljósmyndarinn Pádraig Grant
hélt sýningu í galleríinu Art-Iceland 1-12. september. Um er að ræða fjáröflunarsýningu og andvirði sölu myndanna mun renna til áframhaldandi starfa IceAid, sem eru íslensk þróunar- og mannúðarsamtök. 
Álfheiður Ólafsdóttir - Líf framundan Álfheiður Ólafsdóttir - Líf framundan
Sýningin Líf framundan er hugarsmíð Álfheiðar í heimi álfa, trölla og huldufólks.  Líf framundan er framhald af sýningunni “álfar og tröll” sem var sett upp í sumar í tilefni af sumarlestri Bæjar -og bókasafnsins á Selfossi.
Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku
Icelandair, JPV útgáfa og Íslandsprent eru bakhjarlar kynningar á IceAid og ljósmyndasýningar sem haldin verður 1. september 2007 í galleríi Art Iceland við Skólavörðustíg 1A, 101 Reykjavík.
Álfheiður Ólafsdóttir-álfar og tröll Álfar og tröll - Álfheiður Ólafsdóttir
Álfheiður Ólafsdóttir sýnir Álfa og tröll í tilefni af sumarlestri bókasafns Selfossar um álfa, huldufók og tröll. Álfheiður nýtir sér innsýn í álfaveröld og ævintýri í listsköpun sinni. Sýningin stendur yfir frá 4. júní til 4. ágúst.  2007.
Risessan og risinn faðir hennar
Einu sinni var stúlka sem ólst upp með föður sínum, hún var góðhjörtuð og velviljuð, en faðir hennar var rustamenni.  Þótt að stúlkan væri ung að árum fannst henni að hún þyrfti að bera ábyrgð á föður sínum.
Mar - sýning Helgu Sigurðardóttur
Helga nefnir sýninguna Mar. Hafið í öllum sínum fjölbreytileika er innblástur sýningarinnar. Orkan og krafturinn frá hafinu og umhverfi þess er drifkrafturinn í verkunum. Upplifun listamannsins er hann dvaldi á lítilli suðrænni eyju koma sterklega fram í skærum litum.

 

Stikað upp Skólavörðustíginn - Ágúst Bjarnason
Ágúst Bjarnason sýndi dúkristur og teikningar í Art-Iceland frá 19. maí til 31. maí. Sýningin bar heitið Stikað upp Skólavörðustíginn. Hér sjáum við afrakstur margra ára vinnu við skissugerð, dúkristu og vatnslitun.
Hér og nú - Inga Dóra Guðmundsdóttir sýnir í Art-Iceland
Sýningin er því öðrum þræði yfirlitssýning sem sýnir þá þróun sem hefur átt sér stað í listsköpun Ingu Dóru, þar sem manneskjan í borg og náttúru hefur smám saman vikið fyrir íslensku landslagi í stafrænni myndvinnslu.
Fléttur - Árni Rúnar sýnir í Art-Iceland
Árna Rúnari nægir að hafa einn mosavaxinn stein til þess að fá hugmyndir. “Í einum slíkum get ég fengið næga inspírasjón fyrir óteljandi myndir.  Þegar ég ferðast um landið tek ég gjarnan myndir sem ég get síðan notað sem innblástur á veturna þegar ég hef ekki alla þessa liti náttúrunnar í kringum mig”
Opnun á gallerí bláskjár á Egilsstöðum
Gallerí Bláskjár á Egilsstöðum er eina galleríið á Austurlandi og það sérhæfir sig í að koma verkum listamanna sem eru fæddir eða búsettir á Austurlandi, á framfæri. Þar má finna málverk, grafíkmyndir, þrívíð verk og vídeolist.
Dýrið í mér - Vetrarhátíð í Reykjavík
Sýningin sýnir að allir sem eru menningarlega sinnaðir eiga erindi austur á hérað að kynnast betur frábærum listamönnum sem eru að gera skemmtilega hluti og er vel þess virði að leggja á sig að fara þangað á sýningar og menningarviðburði.
Ný málverk, Kjartan Guðjónsson og Sigurður Örlygsson Ný málverk
Vetrarhátíð í Reykjavík er orðin fastur liður í menningarlífi Reykavíkur. Hátíðin var haldin dagana 22.-24. febrúar. Í tilefni af Vetrarhátíð og Safnanótt í Reykjavík sýna Kjartan Guðjónsson og Sigurður Örlygsson Ný málverk í galleríinu Art-Iceland.com frá 23. febrúar -10. mars.
Álfar í mannheimum
Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk á Thorvaldsen bar 17. febrúar til 31. mars 2007.
Thorvaldsenbar er vinalegur bar í Austurstræti.  Hann er skemmtilega innréttaður og er vel til þess fallinn að vera með myndlistasýningar.  Þar er hægt að fá sér góðan mat á daginn og skemmta sér með lifandi tónlist á kvöldin, fram eftir nóttu.
Ólátagarður
Vetrarhátíð í Reykjavík 2007 - Kartöflugeymslunni í Ártúnsbrekkunni.
Njóttu hreyfilistarinnar, njóttu ljósmyndanna og dáðstu að málverkunum.  Ekki láta neitt fram hjá þér fara, ekki einu sinni haugana vítt og breitt um rýmið sem allir bera vitni um núverandi stöðu listformsins.  Tylltu þér á bekkina og fylgstu með öðrum gestum njóta sýningarinnar.
Myndlistarsýning í Miðstöð símenntunar Myndlistarsýning í Miðstöð símenntunar
Galleríið Art-Iceland opnaði myndlistarsýningu í samstarfi við Miðstöð Símenntunar Hafnarfirði laugardaginn 3ja febrúar.  Sýningin hófst með opnun að Skólabraut 1, þar sem Lækjarskóli var áður til húsa. Myndverk tíu listamanna eru sýnd.
Fagurt jólaævintýri - Hafdís Jónsdóttir
Þegar líður að jólum er gaman að vera til.  Þá má sleppa fram af sér beislinu og fara á flug ævintýranna.  Það er hægt með ýmsu móti.  Haddý eins og flestir kalla hana býr til heilt ævintýri fyrir jólin.  Að hennar sögn er hún heilan dag að skreyta jólatréð. 
Guðbergur Auðunsson - "Design on Ice"
Guðbergur sendi okkur hjá Art-Iceland.com myndir sem eru teknar 16.nóvember 2006 á opnun sýningarinnar "Design on Ice" þar sem frönsk nútímahönnun mætir íslenskri myndlist.

Með tyggjó og túberað hár
Ljósmyndasýning með bítli og sveiflu opnuð í Þjóðminjasafninu. Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Um þessar mundir rifjar Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona.

Smámyndasýning - "Tvær í einu höggi" - Jólin 2006
Laugardaginn 9. desember opnaði smámyndasýning í Art-Iceland.com á Skólavörðustíg 1a. Sýning Gunnars S. Magnússonar og Álfheiðar Ólafsdóttur "List hjartans" lauk og við tók smámyndasýning. Sýndar eru fjölmargar nýjar smámyndir eftir listamennina sem eru í galleríinu Art-Iceland.com. Smámyndasýningin stendur yfir til 15. janúar 2007.

Jólafjör - Tónlist: Hjónabandið
Hjónabandið hefur starfað saman í u.þ.b.10 ár með hléum. Það er skipað tvennum hjónum, þeim Ingibjörgu Elfu Sigurðardóttur og Jóni Ólafssyni og Auði Friðgerði Halldórsdóttur og Jens Sigurðssyni. Heimavöllur Hjónabandsins er á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð þar sem oft er hægt að heyra bandið spila.
María Jónsdóttir - sýning í Art-Iceland.com
María Jónsdóttir opnaði sýningu í Art-Iceland.com Skólavörðustíg 1a þann 29. október 2006.  Hún sýndi verk sem eru unnin á síðastliðnum tveimur árum.
Hún var mest í olíulitum framanaf en um 1970 fór hún að mylja grjót og gera myndir úr því jafnhliða ýmsu öðru s.s. leirmótun, útsögun, útskurði, klippimyndum og prjónaskap og mörgu fleira.

Á mótum tveggja tíma & Hátíð í bæ
Tvöföld sýningaopnun í Þjóðminjasafni Íslands
laugardaginn 2. desember 2006.
Ljósmyndasýningar Þjóðminjasafnsins eru hver annarri forvitnilegri og 2. desember verða opnaðar tvær nýjar í Myndasalnum og á Veggnum.

Álfheiður og GSM - List Hjartans
Gunnar S. Magnússon og Álfheiður Ólafsdóttir opnuðu sýningu í galleríinu Art-Iceland.com Skólavörðustíg 1a. Gunnar S. Magnússon sýnir portrait teikningar sem eru unnar á milli 1950 - 2000. Álfheiður opnar flóðgáttir tilfinninga og færir yfir á léreftið í óheftu litaflæði.
nbsp;
Dilana og Magni á Broadway Dilana og Magni á Broadway
Tónleikar með Dilönu úr Rock star Supernóva voru á Broadway núna á haustmánuðum.  Það er viðburður sem ég mátti ekki að missa af.  Við Þrándur og María Rún höfum fylgst með Rock star. Alveg frá fyrsta þætti veðjaði ég á Dílönu, í vinningssæti.  Mér fannst ógleymanlegt þegar hún mætti á sviðið í grábrúnum kufli með stóra hettu niður í augu. 
Charlotta S. Sverrisdóttir - Litasinfónía í Míru-Art Charlotta S. Sverrisdóttir - Litasinfónía í Míru-Art
Charlotta S. Sverrisdóttir opnaði sýninguna Litasinfónía í Míru-Art Bæjarlind 6 í Kópavogi þann 1. október 2006.  Stendur sýningin út
október. Litasinfónía
einkennist af áhrifum Charlottu frá náttúrunni.  Mosinn og hraunið greiptu sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina.
Orkuflæði - sýning Orkuflæði - sýning
Fyrsta samsýning Art-Iceland.com opnaði þann 29. júlí í Mublunni Kópavogi. Listamennirnir sem renna á vaðið eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir.
Hjartsláttur Lifandi Náttúru Hjartsláttur Lifandi Náttúru
Arnór G. Bieltvedt
opnaði sýningu í galleríinu Art Iceland.com sem er staðsett á Skólavörðustíg 1a. Opnunin var laugardaginn 18. febrúar 2006 frá kl.16:00 til 19:00. Ólafur Grétarsson spilaði ljúfa tóna á gítar til að undirstrika ljósa og lifandi tóna listaverkanna. Sýningin stendur til 4. mars.
Algea - Skúlptúrar eða hattar ? Algea - Skúlptúrar eða hattar ?
Á laugardaginn kemur, þann 25. mars frá kl. 3-5 verður galleríið Art-Iceland.com með frábæran gest frá New York.  Það er fjöllistamaðurinn Algea. 
Hrekkjavaka Hrekkjavaka
Hauskúpa, búrhnífur, rauð kerti og svartur dregill....Einhverjar undarlegar verur í speglinum.  Þá er fórnaraltarið tilbúið.  Nú mega gestirnir að fara að mæta.
Rímnakveðskapur í Vesturheimi Rímnakveðskapur í Vesturheimi
Fyrir réttum 130 árum stigu Vestur Íslendingar á land á framandi slóðum.  Staðinn nefndu þeir Gimli. Í tilefni af því voru skipulögð mikil hátíðarhöld í vesturheimi. Við vorum svo heppin að vera boðið til að kveða rímnalög. 
Nýtt gallerí art-Iceland.com opnar Nýtt gallerí art-Iceland.com opnar
Art-Iceland.com opnaði nýtt gallerí á Skólavörðustíg númer 1a á Menningarnótt í Reykjavík.  Við lítum svo á að stofnun listagallerís sé eðlilegt framhald af því að vera með vefgallerí.
Ath. Galleríið er ekki lengur í þessu húsnæði.
Íslensk samtímaglerlist Íslensk samtímaglerlist
Verk sjö íslenskra listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sín að öllu eða miklu leyti úr gleri.
Leifur Breiðfjörð - Andi manns Leifur Breiðfjörð - Andi manns
Leifur Breiðfjörð er með sýninguna Andi Manns í Gerðarsafni.  Hann vinnur út frá höfuðforminu, það kemur fram í verkum hanns í mismunandi útfærslum.
Caroline Swash - Samræður Caroline Swash - Samræður
Caroline Swash sýnir steint gler, glerdreka og málverk í Gerðarsafni.  Hér fyrir neðan gefur að líta sýnishorn af verkum hennar.  Innblástur í ný verk sækir listakonan í íslenska gripi sem varðveittir eru á söfnum í London.
Gerður Helgadóttir - Meistari glers og málma Gerður Helgadóttir - Meistari glers og málma
Gerður var frábær glerlistamaður og frumkvöðull á því sviði á Íslandi.  Steindir gluggar eftir hana prýða sex kirkjur hér á landi.  Þekktastir eru gluggar í Skálholtskirkju og Kópavogskirkju. 
Helga Sigðurðardóttir Helga Sigurðardóttir - Orkuflæði lands og fjalla
Helga Sigurðardóttir opnaði sýningu á vatnslitamyndum í Saltfisksetrinu í Grindavík þann 19 febrúar.
Það var ævintýri líkast að fara frá Reykjavík til Grindavikur. Veðrið var frábær undirbúningur undir að skoða vatnslitasýningu.
Ásdís Elva Pétursdóttir Ásdís Elva Pétursdóttir - Prinsessa 101
Sýning Ásdísar Elvu Pétursdóttur kom skemmtilega á óvart, eins og hennar er von og vísa.
Allt í einu heyrist ískur í bremsum og gulur strætó rennir í hlað í Saltfisksetrinu í Grindavík. Nágrannarnir reka upp stór augu, er kominn strætó til Grindavíkur?
Álfheiður Ólafsdóttir - Fjallið mitt
Álfheiður Ólafsdóttir var með sýningu í Grindavík frá 29. janúar til 23. febrúar 2005.  Sýningin bar heitið "Fjallið mitt"
Magnea Ásmundsdóttir Magnea Ásmundsdóttir - Hvað er bakvið ystu sjónarrönd?
Magnea Ásmundsdóttir var með innsetningu með blandaðri tækni í Gallerí Sævars Karls.Fyrir nokkrum tugum ára vissu fáir hvað tæki við þar sem himinn og haf mættust.  Himininn hvoldist yfir blár og fagur og sjóndeildarhringurinn lokaðist um veröldina. 
Menningarnótt í Reykjavík Menningarnótt í Reykjavík
Menningarnótt í Reykjavík er einhver best sótti viðburður í menningarlífi Íslands. Það er áætlað að a.m.k. 100 þúsund manns hafi safnast saman á þessum degi.
Hinsegin dagar Hinsegin dagar
Hinsegin dagar eða Gay Pride voru haldnir hátíðlegir laugardaginn 7. ágúst 2004. Talið er að tæplega 40.000 manns hafi mætt í miðborg Reykjavíkur, til að samgleðjast samkynhneigðum og síðast en ekki síst til að sýna samhug og stuðning.  
   

Ertu með frétt af áhugaverðum listviðburði?

Við erum sífellt að leita að áhugaverðum viðburðum frá listalífinu hér heima.

Hér getur þú látið vita um lístsýningar hvort sem þær eru á döfinni eða verða á næstunni.

Settu inn titil

Segðu frá hvað um er að ræða. [ ? ]

Bættu við 1-4 myndum [ ? ]

Add a Picture/Graphic Caption (optional) 

Click here to upload more images (optional)

Author Information (optional)

To receive credit as the author, enter your information below.

Your Name

(first or full name)

Your Location

(ex. City, State, Country)

Submit Your Contribution

Check box to agree to these submission guidelines.


(You can preview and edit on the next page)

 

Álfheiður Ólafsdóttir
Þrándur Arnþórsson