Senda grein um listir
Aukin kynning á listum á Íslandi er háð því að til sé vettvangur þar sem koma má á framfæri hvers konar upplýsingum um listir og listsköpun.
Art-Iceland.com býður nú öllum sem telja sig hafa eitthvað til kynningar á listum að gera að senda okkur grein til birtingar. Þú getur þannig sent inn fréttatilkynningar, t.d. um opnun sýninga og menningarviðburði, gagnrýni á listamenn eða sýningar, frásagnir af íslensku listalífi og meira að segja greinar um list barna...
...eða bara hvaðeina sem tengist íslenskum listum.
Eingöngu verða birtar greinar sem falla að þema vefsins - sem er íslensk list í víðtækum skilningi.
Það er von okkar að með þessu geti myndast óháður vettvangur sem er ekki takmarkaður við ákveðið afmarkað rými. Jafnframt gefst listamönnum og gagnrýnendum með ólík sjónarmið að tjá sig um það sem efst er á baugi hverju sinni.
Stærri greinum verður sagt frá í fréttabréfi Art-Iceland.com og fréttir birtar.
Allar greinar eru birtar með nafni höfundar og við ætlumst til að þú setjir inn upplýsingar um tölvupóstfang og/eða símanúmer þannig að við getum haft samband við þig ef einhverjar spurningar vakna.
Við viljum gjarnan fá greinarnar bæði á íslensku og ensku, en til að byrja með munum við þýða eða gera útdrátt á ensku ef þú sendir greinina eingöngu á íslensku.
Ekki hafa stórar áhyggjur af stafsetningu eða málfræðivillum - við sjáum um að laga greinina fyrir birtingu.
Bestu þakkir fyrir að senda okkur grein til birtingar á Art-Iceland.com !
Ertu með frétt af áhugaverðum listviðburði?
Við erum sífellt að leita að áhugaverðum viðburðum frá listalífinu hér heima.
Hér getur þú látið vita um lístsýningar hvort sem þær eru á döfinni eða verða á næstunni.
Listafréttir frá öðrum listviðburðum
Smelltu hér fyrir neðan til að skoða framlög frá öðrum gestum síðunnar...
Hið innra landslag
Nú stendur yfir myndlistasýning að Kirkjuhvoli, Listasetri Akraness. Charlotta Sverrisdóttir sýnir Hið innra landslag, þar sem hún rýnir í taugafrumur.