Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.


List barna - Blekmyndir

Ég geri mér grein fyrir að margir hafa látið börn á leikskólum vinna með blek og vatnsliti.  Hér er sú aðferð notuð sem flestir þekkja.  Að teikna fyrst með klessulitum og mála með bleki á eftir síðan eru myndirnar látnar þorna og næst þegar við förum að vinna við þær þá fá börnin efnivið sem passar hverju sinni.  Myndirnar sem hér eru sýndar eru verkefni úr veröld hafsins og vorum við búin að skoða fiskabækur og syngja um fiskana.  Að syngja er mjög góður undirbúningur fyrir myndlistina.  Þegar þau fá í hendurnar skífur sem líkjast augum þá birtast ýmis skrímsli og furðufiskar.

Aðferð:  Notið grunnlitina:  Gulan, rauðan og bláan.  Það má gjarnan þynna litina aðeins með vatni.  Jafnvel er nóg að gefa þeim tvo liti í einu annars er hætta á að myndin verði dökk jafnvel brún.  Gulur og rauður eru fínir saman annars vegar og hins vegar blár og gulur.  Minnstu börnin gera oftast nokkra hringi eða eina stroku sem okkur finnst hvorki fugl né fiskur.  Þá koma litlu skífurnar að góðu gagni, þá eru allt í einu komin hin furðulegustu dýr sem eflaust eru til í sjónum ef vel er að gáð.   Þau ráða hvar augun eiga að vera staðsett og oft finna þau stað á myndinni sem okkur finnst ekki passa en það er einmitt það skemmtilega við myndlist barna þau eru svo frjáls og óspillt í listsköpun sinni.

 

.

Álfheiður Ólafsdóttir

 

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband