Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 


List barna - sólarströndin

Börn elska það að móta með höndunum.  Það er hollt fyrir þau að handfjatla mjúkt efni og móta eitthvað úr því sem hugurinn girnist.  Í þessu verkefni má nota leir af hvaða tegund sem er.  Ég bauð þeim upp á sjálfþornandi leir (Das leir).  Hann er þægilegur í meðförum.  Síðan var ég með litlar skrautregnhlífar sem börnin voru spennt fyrir.  Það er skemmtilegt að spenna þær upp og horfa á þær breiða sig út.  Þær eru skrautlegar og verkefnin verða litrík og skemmtileg.

Það er svo heitt á ströndinni að fólkið getur ekki legið á bekkjunum heldur er að synda í sjónum.  Þarna er bleikur bekkur og skeljar og skrautlegur sandur umhverfis.

 

Hér hefur myndast þorp.  Sérð þú ekki fyrir þér frumbyggja vera að dansa í kring um húsin?

 

Hérna hefur skemmtilegur náungi aðsetur.  Hann á fullt af gimsteinum og mér sýnist ég sjá varðmenn standa yfir gullinu á meðan eigandinn syndir í sjónum til að kæla sig.

 

Sumir kusu frekar að búa til ævintýraeyju.  Á þessari eyju er fullt af trjám og þarna glittir í fjársjóð undir trénu. 

 

Ætli það sé einhver náungi sofandi á bak við þessa regnhlíf?

Þetta er einn möguleiki af mörgum hvað er hægt að láta börn búa til úr leir.  Það er frábært hvað þau eru ung þegar þau fara að hafa áhuga á að handfjatla leirinn.

 

Álfheiður Ólafsdóttir

 

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband