Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 


List barna - vefnaður

Þessar myndir sýna myndvefnað, unnið af 4-6 ára börnum.  Ég klippti niður hænsnanet, 40 x 50 cm.  Síðan klippti ég niður efni í þeim litum sem mér fannst passa.   Ég gaf börnunum puntstrá, garn, fjaðrir og þurrkaðan mosa.  Þau höfðu frjálsar hendur og fundu sjálf út möguleika hvers efniviðar.  Þau þurftu aðstoð en allt gekk þetta að lokum.  Puntstráin eru tré og græni mosinn er grenitré.  Bláa efnið er sjór og brúna efnið er mold.  Guli og brúni hringurinn til vinstri er sólin.  Garnið er ánamaðkar. 

Þetta verkefni er gott að nota sem framhaldsverkefni. Vefnaðurinn reynir talsvert á þau þannig að þau endast ekki lengi í því í einu. 

Þau bjuggu til myndverk sem líkist móður jörð frá sjónarhóli fuglanna. 

List barna - vefnaður

Til þess að gera landslagsmyndina okkar mun raunverulegri þá bjuggum við til dýr og hengdum þau inn á myndina.  Skordýr urðu fyrir valinu. 

Bjuggum til kóngulær úr pípuhreinsurum og stærri pöddur úr eggjabakka sem börnin máluðu eftir eigin höfði.  Pípuhreinsurum var stungið inn í búkinn á skordýrinu fyrir lappir. 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur fannst vanta fiðrildi í skordýrasafnið, við vorum snögg að bæta úr því með því að vefja saman pípuhreinsurum.  Þá var komið hið fallegasta fiðrildi.

 

Álfheiður Ólafsdóttir

 

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband