Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 


List barna -
vetrarmyndir

Vetrarmyndir: 

Að vinna með veturinn er óþrjótandi verkefni.  Okkur langaði að búa til þrívíðar vetrarmyndir.  Til þess að koma þrívíðri mynd fram, þá völdum við þykkt undirlag og pappír sem leggst ekki niður og er lifandi.

 

Undirbúningur:  Í þetta sinn datt okkur í hug að klippa út karton úr haframjölspakka og bylgjupappír sem undirlag.  Klipptum kreppappír í ræmur og völdum okkur gott föndurlím.  Um haustið þurrkuðum við lauf  sem komu sér vel í þessu verkefni. 

 

Við töluðum um snjóinn og hvað það er skemmtilegt að leika sér í honum.  Ég fann til hvítan, dökkbláan og ljósfjólubláan kreppappír. 

Kreppappír hefur þann eiginleika að myndirnar verða lifandi og skemmtilegar.  Það er auðvelt að sjá út úr þessum myndum mikinn snjó og skafla.  Vegna þess að pappírinn leggst ekki alveg niður myndast þrívíð tilfinning. 

 

Krakkarnir skemmtu sér við að búa til sögur:  Allt í einu hvesssti, þá fuku lauf af trjánum og lentu á sköflunum okkar. 

 

Við lékum okkur að því að elta laufin og renna okkur á sleðum niður brekkurnar. 

Vetrarmyndirnar bera þess greinileg merki að hugmyndaflug barnanna ræður för. Verkin verða fersk og frumleg og skapa grundvöll fyrir þroskandi umræður.

 

Álfheiður Ólafsdóttir

 

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband