Listafrétt:
Ásdís Elva Pétursdóttir
"Prinsessa 101"

 

Sýning Ásdísar Elvu Pétursdóttur kom skemmtilega á óvart, eins og hennar er von og vísa.

Allt í einu heyrist ískur í bremsum og gulur strætó rennir í hlað í Saltfisksetrinu í Grindavík. Nágrannarnir reka upp stór augu, er kominn strætó til Grindavíkur? Það er aldeilis þjónusta ! En ekki alveg, út úr gulum vagninum hoppar listakonan Ásdís Elva, "Hæ, ég er komin !". Hún samdi við strætó frá Reykjavík til að flytja listaverkin fyrir sig suður til Grindavíkur. Auðvitað vakti þetta uppátæki verðskuldaða athygli.

101 Kjólar voru hengdir upp í vagninn og komu skemmtilega út í röðum á milli rauðra sætanna í strætó. Sýningin ber heitið Prinsessa 101.

Eru prinsessur alltaf fullkomnar? Eru þær grannar eða feitar? Litlar eða stórar? Erum við alltaf í einhverjum prinsessuleik, að reyna að vera hin fullkomna prinsessa?

Um þessar vangaveltur fjallar sýningin og er það þess virði að hugsa út í það að útlitið segir ekki allt, heldur innri maður.

Eftir sýninguna kom Ásdís með strætóinn til Reykjavíkur og stillti honum upp fyrir utan fataverslunina hjá Sævari Karli. Strætóbílstjórnn var glaðbeittur með alla kjólana hennar Ásdísar hengda upp í bílnum. Gestir komu og gengu í gegn um listaverkið.


Álfheiður Ólafsdóttir

 

Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband