Listafrétt:
Caroline Swash
"Samræður"

 

Caroline Swash sýnir steint gler, glerdreka og málverk í Gerðarsafni.  Hér fyrir neðan gefur að líta sýnishorn af verkum hennar. 

Innblástur í ný verk sækir listakonan í íslenska gripi sem varðveittir eru á söfnum í London.   Einnig eru á sýningu hennar málverk, ljósmyndir og vinnuteikningar sem tengjast glerverkum sem hún hefur nýlega unnið í byggingar svo sem í dómkirkjuna í Gloucester, kirkju heilags Barnabas í Dulwich og höfuðstöðvar fyrir samtök MS sjúka í London.

Glerlistaverk, Caroline Swash

Caroline er hrifin af spænisskeiðum. Hún notar víkingaform og liti sem minna á víkingaöld.
 

 

Undirbúningsvinna Caroline er nákvæm.  Hún býr til mjög nákvæmar vinnuteikningar áður en hún hefst handa við sjálft listaverkið.

 

Það er önnur vídd að skoða list sem er unnin úr gleri.  Það er svo ótrúlega margt hægt að móta úr þessum skemmtilega efnivið.

 


Álfheiður Ólafsdóttir

 

Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband