Listafrétt:
Gerður Helgadóttir
Meistari glers og málma

 

Gerður Helgadóttir (1928-1975) var fjölhæfur og afkastamikill listamaður.  Hún stundaði nám hér á Íslandi í Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan í Flórens og París, þar sem hún bjó mestan sinn starfsaldur.

Vinnuteikning í fullri stærð, eftir Gerði Helgadóttur

Gerður var frábær glerlistamaður og frumkvöðull á því sviði á Íslandi.  Steindir gluggar eftir hana prýða sex kirkjur hér á landi.  Þekktastir eru gluggar í Skálholtskirkju og Kópavogskirkju.  Í Þýskalandi eru fimm kirkjur með steindum gluggum eftir hana.  Einnig vann hún úr steindu gleri fyrir einstaklinga í Þýskalandi.

Gerður Helgadóttir, steint gler

 

Gerður Helgadóttir, steint gler

 

Gerður Helgadóttir, lágmynd

 

Gerður Helgadóttir, verk úr járnvírum

Þegar hún fór að vinna með járnverk úr hárfínum járnvírum vann hún sér sess hér á landi sem frumkvöðull þrívíðrar abstraktlistar.


Gerður Helgadóttir, Þrívítt verk úr járnvír

 

Gerður Helgadóttir, skúlptúr

 

Gerður Helgadóttir, skúlptúr

Í kring um 1970 taka við massív verk.  Unnin úr leir, gifsi  og jafnvel steinsteypu. Þessi verk eru sterkleg og kröftug.  Sýna oft hreyfingu og skemmtilegan einfaldleika.

Gerður var ekki heilsuhraust og hún lést aðeins 47 ára að aldri.  Hún afkastaði samt ótrúlega miklu á sinni stuttu starfsævi.    Undir lok ferils síns vann hún eitt stærsta verk sem gert hefur verið á Íslandi. Stóra mósaíkmyndin á Tollhúsinu í Hafnarstræti í Reykjavík var afhjúpuð árið 1973.

Ég fór á söngleikinn Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu síðustu helgi.  Það var einstaklega skemmtileg sýning.  Gerður Helgadóttir á margt sameiginlegt með Edith Piaf.  Þær voru starfandi á svipuðum tíma í París.  Þær voru frábærar listakonur hvor á sinn hátt.  Þær afköstuðu miklu á stuttri ævi og dóu báðar ungar.  Þær voru sannar í list sinni og gáfu mikið af sér. 


Álfheiður Ólafsdóttir

 

Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband