Listafrétt:
Helga Sigurðardóttir
"Orkuflæði lands og fjalla"

Höfundur var á leiðinni til Grindavíkur á sýningu Helgu Sigurðardóttur.  Veðrið var frábær undirbúningur undir að skoða vatnslitasýningu. Íslenskur útsynningur sem sýndi allar sínar flottustu hliðar. Himininn þungbúinn á köflum og hér og hvar glitti í bláan himininn.

Þar demdi sólin sér í gegn með svo mikilli gleði að það myndaðist skær regnbogi. Stundum varð hann tvöfaldur en aðallega svo skær í litum að ég hef varla séð hann fegurri. Ég reyndi að ná myndum af honum, en sjón er alltaf sögu ríkari.

Helga Sigurðardóttir opnaði sýningu á vatnslitamyndum í Saltfisksetrinu í Grindavík þann 19. mars 2005.  Sýningin stendur til 4. apríl. 

Aðalviðfangsefni sýningarinnar er:  Orkuflæði lands og fjalla.  Er krafturinn, stórfengleg fegurð og litadýrð í íslenskri náttúru og umhverfi.  Verkin túlka sterk áhrif náttúrunnar.  Notkun kröftugra lita og litasprenginga eru einkennandi.

Sýningargestir Helgu voru glaðbeittir, enda margt fallegt að sjá. 

 

Það líkar höfindi vel þegar flæðið nær hámarki.  Hún leifir litunum að flæða yfir myndflötin af miklu frjálsræði en öryggi.

Hér gefur að líta nokkur sýnishorn.  Myndirnar hennar Helgu eru á heimsíðunni, sóðin er:

                               art-iceland.com/helga


 

Álfheiður Ólafsdóttir

 

Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband