Listafrétt:
Íslensk samtímaglerlist
 

Íslenskt samtímagler.  Verk sjö íslenskra listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna verk sín að öllu eða miklu leyti úr gleri.  Listamennirnir eru:  Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhannsson, Jónas Bragi Jónasson, Pia Rakel Sverrisdóttir, Rakel Steinarsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og Sigrún Ó. Einarsdóttir.

 Samtímaglerlist, listaverk í fiskabúri

Fiskarnir í fiskabúrunum voru upp með sér að fá listaverk inn í búrið til sín.  Það var skemmtilegt að sjá hvað gróðurinn er flljótur að finna sér samastað.  Ég sá grænt slý sem tekið hafði sér bólfestu á listavekinu.

Samtímaglerlist, fjall úr gleri

 

Samtímaglerlist, gler að bráðna

Bráðið gler sem lítur út eins og klaki í vorleysingum.

 

Rakel Steinarsdóttir, samtímaglerlist

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brotið gler.  Okkur finnst mjög slæmt að brjóta gler.  Ef þú brýtur spegil, þá boðar það 7 ára ógæfu.  Rakel Steinarsdóttir er að kalla fram tilfinningar okkar með því að sýna listaverk úr brotnu gleri.

Rakel kallar fram hjá okkur áhorfendum sterkar tilfinningar.  Sumum finnst afskaplega óþægilegt að heyra skerandi tónlistina á meðan þú gengur í gegn um glerbrú, þar sem heyrist hljóð sem líkist því að ganga á glerbrotum.  Ég segi það fyrir mig að hljóðið nísti mig inn í merg og bein. Ég og maðurinn minn forðuðum okkur eins fljótt og hægt var.

En svo eru aðrir sem finnst þetta mjög skemmtilegt og ekkert óþægilegt !  Við erum misjöfn og upplifum umhverfið á mismunandi hátt.

Samtímaglerlist, lýsisperlur

Í verkinu hér fyrir ofan er óteljandi lýsisperlum komið fyrir á milli tveggja rúðuglerja.  Lýsisperlurnar mynda skemmtilega heild sem úr verður mynd sem minnir á sýldartorfu í sjónum.

Samtímaglerlist, bráðnun glers

Þetta var fjölbreytt sýning og verður skemmtilegt að fylgjast með glerlistafólkinu á komandi árum.


Álfheiður Ólafsdóttir

 

Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband