Listafrétt:
Magnea Ásmundsdóttir
"Hvað er bakvið ystu sjónarrönd?"

 

Magnea Ásmundsdóttir var með innsetningu með blandaðri tækni í Gallerí Sævars Karls.

Fyrir nokkrum tugum ára vissu fáir hvað tæki við þar sem himinn og haf mættust.  Himininn hvoldist yfir blár og fagur og sjóndeildarhringurinn lokaðist um veröldina.  En í dag fer það ekki fram hjá neinum “hvað er bak við ystu sjónarrönd.”  

 "Verkið mitt fjallar um löngunina sem býr í okkur öllum eftir nærveru og öryggi, að geta treyst því sem er næst okkur."

"En það er sama hve ég reyni að festa minn sjóndeildarhring niður, hann er einungis örlítill hluti heildar sem ég hef skelfilega líti vald á.  En auðvitað held ég áfram eins og þið hin að reyna að draga upp mína mynd af heiminum.”  Þessi orð eru skrifuð eftir listamanninum Magneu Ásmundsdóttur.


Álfheiður Ólafsdóttir

 

Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband