Tölvupóstfang
Fornafn
og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið: Art-Iceland Newsletter.

 

 


Menningarnótt í Reykjavík
21. ágúst 2004

 

Menningarnótt í ReykjavíkMenningarnótt í Reykjavík er einhver best sótti viðburður í menningarlífi Íslands. Það er áætlað að a.m.k. 100 þúsund manns hafi safnast saman á þessum degi.

 

Þeir allra hressustu byrja á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem hefst um morguninn. Dagurinn er hlaðinn skipulögðum jafnt sem óskipulögðum viðburðum þar sem allir sem áhuga hafa á menningu og listum leggja sitt af mörkum.

 

 

 

 

100 þúsund gestir

Við mætum ekki til leiks fyrr en seinni part dagsins. Þá þegar er fjöldi manns saman komin í miðbænum. Okkur tekst að finna stæði fyrir bílinn upp við Hallgrímskirkju og þaðan er þægilegt og gaman að ganga niður Skólavörðustíg og alla leið niður í bæ.

 

Trúðurinn

Hvert sem litið var eru skemmtiatriði fyrir börn jafn sem fullorðna. Þessi bráðskemmtilegi trúður vekur óskipta athygli hjá yngstu kynslóðinn.

 Popplist

 

 

Nánast hvert einasta listagallerí í miðbænum er opið og sýna listaverk og stundum eru meira að segja listamennirnir sjálfir að vinna að list sinni.

Þrátt fyrir að þetta listagallerí sé tiltölulega hefðbundið sýna listamennirnir skemmtilegt hugmyndaflug. Hér bjóða þeir upp á popp á þessu langborði og skapa þannig sérstætt popp-listaverk.

 

 

Rokkað feitt!

Lögð er sérstök áhersla á tónlistarflutning af ýmsum toga. Þessir víkingar rokka feitt í einu húsasundinu.

Þjóðlegir söngvarar

Þjóðlegir söngvar voru fluttir af miklum móð fyrir utan Geysishúsið.

 

Heilgrillað naut

Heilgrillað naut er nokkuð sem ekki er á boðstólum á hverjum degi. Þessi gríðarstóri skrokkur hefur snúist á grillteininum í rúman sólarhring. Það er rétt nýbyrjað að skera utan af honum gómsæta bita sem gestum og gangandi er boðið upp á af íslenskum nautgripabændum.

 

Glæsilegt par

Þetta glæsilega par var nýkomið úr andlitsmálun og hefur svo sannarlega haft fyrir því að fullkomna gervið!

 

Blómálfurinn

Veðrið á Íslandi er búið að vera ótrúlega gott að undanförnu. Hitinn hefur farið vel yfir tuttugu gráður í Reykjavík í marga daga. Margir tala um að veðrið sé "útlenskt". Listagalleríið Blómálfurinn gæti alveg eins verið staðsett á Spáni eða Ítalíu með öllum þessum litríku hellum.

 

Ísskúlptúr

Ísskúlptúr fyrir utan KB Banka vísar veginn inn í sal þar sem verið er að kynna nýja aðferð við að koma listmunum í hendur listunnenda. Nú er hægt að leigja listaverk til lengri eða skemmri tíma.

 

Hulda Hákon

Hægt er að leigja þetta þrívíða listaverk eftir Huldu Hákon. Myndin er af Andreu Gylfadóttur og Ragnhildi Gísladóttur sem eru einhverjar vinsælustu söngkonur landsins.

 

Afslöppuð stemmning

Stemmningin er afslöppuð og fólk nýtur góða veðursins, staldar við og spjallar við náungann. Birtan endist fram eftir kvöldi og um kl. níu er enn bjart yfir.

 

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir vakti athygli fyrir frumleg verk. Ég er ekki viss um hvað þetta á að vera, en það mynnir á eitthvað dýr, kannski buffala eða jafnvel eitthvað skordýr.

 

Sigrún Eldjárn

 

 

 

Skondnir legókallar frá Sigrúnu Eldjárn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klassísk tónlist                Harmónikuball

Þegar á leið færðist meiri léttleiki yfir og tónlist sem hægt var að dansa eftir.

 

Ólöf Björg

Ólöf Björg er í óða önn að mála mynd úti í gluggja hjá Sævari Karli klæðskera. Það er alltaf gaman að sjá annað fólk vinna!

 

Kallinn í Kolaportinu

Kallinn í Kolaportinu sem ég kaupi harðfiskinn af kom skemmtilega á óvart með vinum sínum og sungu gamla slagara.

Líflegir tónleikar Bubba Morteins og Egó á hafnarbakkanum undirbjuggu síðan það sem allir voru að bíða eftir...

Flugeldasýningin

Flugeldasýningin!

Bestu þakkir fyrir skemmtilegan dag.


Þrándur Arnþórsson

 

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu sambandy