Listaverkalán
Lán sem borga sig
Þig dreymir sjálfsagt um að eignast listaverk. Art-Iceland.com býður nú hagstæð listaverkalán til kaupa á listaverkum og auðveldar þér þar með að eignast fallegt listaverk.
Listaverkalán er frábær kostur sem listunnendur geta notfært sér. Hægt er að kaupa hvers konar listaverk og listmuni sem galleríið býður upp á.
Lánveitingin er í samvinnu Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar og SPRON ásamt Art-Iceland.com og listamönnunum. SPRON og Reykjavíkurborg leggja fjármuni í sameiginlegan sjóð. Það fer eftir því hve vinsælt er að nýta sér þjónustuna hve lengi potturinn endist. Lánin eru vaxtalaus fyrir lántakendur, þar sem SPRON og Reykjavíkurborg ásamt Art-Iceland.com og listamönnunum greiða vextina fyrir kaupendur.
Þessi þjónusta er vel þegin og vonum við að sem flestir notfæri sér þessi góðu kjör á meðan það er hægt. Við vitum ekki hvað potturinn endist lengi svo vinsæl hafa lánin verið til þessa.
Reglur um listmunalán
Um tilhögun lánveitinga
-
Lánstími er að hámarki 3 ár (36 mánuðir.)
-
Útborgun er að lágmarki 10 % af söluverði listmunarins.
-
Helmingsafsláttur er veittur af lántökugjaldi.
-
Hægt er að greiða lánið upp án kostnaðar hvenær sem er.
-
Að öðru leiti gilda almennar reglur SPRON um lánveitingu.
-
SPRON áskilur sér rétt til að hafan lánveitingu til einstaklinga sem eru á vanskilaskrá Lánstraust ehf. Eða eru í vanskilum við sparisjóðinn, eða í þeim tilvikum þar sem útlánareglur SPRON heimila ekki lánið.
Skilyrði vegna listaverka
-
Verkin verða að vera eftir lifandi listamenn.
-
Verkin mega ekki vera eldri en 60 ára við kaup.
-
Þjóðerni listamanns skiptir ekki máli.
-
Einungis er um að ræða frumsölu verka.
-
Ef um er að ræða verk í fleiri en einu eintaki gilda sérstakar takmarkanir um fjölda eintaka.
-
Lágmarksfjárhæð listmunaláns er kr. 36.000 og hámarksfjárhæð er kr. 600.000. Ef kaupverð er hærra en 600.000 kr. Mun kaupandi greiða mismuninn.
-
Umsjón með sölunni er í höndum Art-Iceland.com
SPRON er veitt heimild til að afla yfirlits yfir skuldbindingar umsækjenda hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Fjárhagsyfirlitið sýnir samtölu skuldbindinga, ábyrgðarskuldbindingar og vanskil, ef um þau er að ræða, hjá þeim fjármálfyrirtækjum sem leitað verður til. Sama gildir um skuldbindingar og ábyrgðarskuldbindingar sem þessar stofnanir innheimta fyrir aðra aðila. Heimildin gildir í 14 daga. Umsækjendum verður send tilkynning í pósti þegar og ef fjárhagsyfirlitið verður prentað út hjá SPRON. Einnig samþykkir umsækjandi ráðstöfun lánsins inn á ofangreindan reikning gallerís.
Hvar sæki ég um?
-
Í Art-Iceland.com, Skólavörðustíg 1A.
-
Allar nánari upplýsingar um Listaverkalánin getur þú fengið hjá Art-Iceland.com í síma 562-2890 og 698-2919 eða senda okkur skilaboð.
Kostnaður lántakenda
Dæmi um kostnað listaverkaláns vegna kaupa á listaverki sem kostar 200.000 kr.
Útborgun 10% |
20.000 kr. |
Lánsupphæð |
180.000 kr. |
|
|
Lántökugjald 1% (Er tekið af lánsfjárhæð) |
1.800 kr. |
Stimpilgjald 0,5 % (Er tekið af lánsfjárhæð) |
900 kr. |
Skjalagerð (fast gjald við að útbúa skjalið) |
3.850 kr. |
|
|
Íslensk List - Ljós og Lifandi
|