Barnaheill
- Save the Children á Íslandi -
Barnaheill eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989.
Barnaheill eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og eru stærstu frjálsu alþjóðasamtökin sem berjast fyrir réttindum barna. Barnaheill vinna náið með alþjóðasamtökunum en hafa hins vegar sjálfstæðan fjárhag og rekstur.
Samtökin vinna að því að tryggja réttindi barna í heiminum og að breyta lífi þeirra til batnaðar með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi.
Verkefni samtakanna hafa aðallega verið hérlendis en munu frá og með árinu 2007 auka verulega stuðning við þróunarsamvinnuverkefni alþjóðasamtaka Barnaheilla.
Helstu málaflokkar á Íslandi eru barátta gegn ofbeldi á börnum, forvarnarstarf, réttindi barna og barnavernd.
Megináherslur Barnaheilla í erlendum verkefnum eru menntun barna. Alþjóðasamtökin hleyptu af stokkunum árið 2006 verkefninu “Bætum framtíð barna” með það fyrir sjónum að bæta menntun barna í stríðshrjáðum löndum. Meðal markmiða alþjóðasamtakanna er að veita átta milljón börnum í stríðshrjáðum löndum gæðamenntun á næstu fimm árum. Samtökin munu vinna að því í 20 löndum að byggja skóla, þjálfa kennara og útvega skólagögn og námsefni.
Samtökin byggja allt starf sitt á framlögum frá einstaklingum, ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka Art – Iceland.com fyrir góðan stuðning.
|