Charlotta S. Sverrisdóttir
|
Charlotta - Fletir í Art-Iceland Charlotta sýnir afrakstur vinnu sinnar eftir námið í sumar. Þar sem hún var í Master class tímum hjá Bjarna Sigurbjörnssyni. Enn sem fyrr spila sterkir litir aðalhlutverkin í myndunum. Hún notar hreina liti og hliðstæða ásamt andstæðum litum í verkin. |
|
Myndlistarsýning í Miðstöð símenntunar Galleríið Art-Iceland opnaði myndlistarsýningu í samstarfi við Miðstöð Símenntunar Hafnarfirði laugardaginn 3ja febrúar. Sýningin hófst með opnun að Skólabraut 1, þar sem Lækjarskóli var áður til húsa. Myndverk tíu listamanna eru sýnd. |
|
Smámyndasýning - "Tvær í einu höggi" - Jólin 2006 |
|
Charlotta S. Sverrisdóttir - Litasinfónía í Míru-Art Charlotta S. Sverrisdóttir opnaði sýninguna Litasinfónía í Míru-Art Bæjarlind 6 í Kópavogi þann 1. október 2006. Stendur sýningin út október. Litasinfónía einkennist af áhrifum Charlottu frá náttúrunni. Mosinn og hraunið greiptu sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina. |
|