Ágúst BjarnasonMálar húsin í bænumÁgúst Bjarnason er fæddur í Reykavík 1956. Hann ólst upp í Kópavoginum, en flutti aftur til Reykjavíkur á unglingsárunum og hefur búið þar síðan, með nokkurra ára viðkomu í Stokkhólmi. Ágúst stundaði nám við Myndlista-og handíðaskólann og útskrifaðist þaðan úr grafíkdeild árið 1986. Í Stokkhólmi stundaði hann nám í listasögu við háskólann og hér heima hefur hann sótt kúrsa í heimspeki og miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands. Ágúst hefur unnið að list sinni allar götur síðan 1980 og hefur komið víða við. Má þar nefna teikningar, koparætingu, vatnslitamálun og nú síðustu ár dúkristur. Einnig hefur hann myndskreytt nokkrar bækur, hannað bókarkápur og komið við sögu við gerð "storyboard"-verkefna í kvikmyndagerð. Meginviðfangsefni hans hefur verið Reykjavíkurborg og umhverfi hennar, fólk og sjómennska. Ágúst hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, bæði hérlendis og erlendis. Hann er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Urðarstígur (18x10 cm) Dúkrista og vatnslitur Ágúst Bjarnason 20.000 Kr.
|
|
|