Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com


Bergur Thorberg
Listaverk unnin úr kaffi
 

Bergur Thorberg

Bergur Thorberg hélt einkasýningu í Art-Iceland í byrjun desember 2007.  Viðfangsefni Bergs að þessu sinni er biðin  Sýningin bar heitið:  “Biðhetjur-Biðenglar”.. Eftir hverju erum við að bíða? Erum við að bíða eftir að verða hetjur eða englar? Eða eitthvað allt annað? Hvernig verjum við biðtíma okkar? Er líf okkar í bið? Hvað bíður okkar að morgni?

Bergur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og víðsvegar í Evrópu og Ameríku.Myndir Bergs Thorbergs hafa stundum verið sláandi, jafnvel ágengar, en þessi ákafi speglast líka í þrá hans eftir einfaldleika og ró. Í kaffimyndum sínum hefur Bergur í næstum hálfan annan áratug leitast við að fanga einmitt þessa rólegu stund, andartök af kaffihúsinu, hvort sem það kunna að vera hin frægu kaffihús Parísar eða Lissabon frá nítjándu öldinni eða snjáðar vegasjoppur fjarri alfaraleið.
Þarna tekst einkalífið á við mannfjöldann, hin innri veröld á við hina ytri, en úrlausnin liggur einmitt í einfaldleikanum og að láta ekkert trufla sig frá því að njóta kaffibollans með vini eða elskhuga meðan borgin iðar fyrir utan gluggann. Þarna leysast hinar mörgu hliðar persónunnar upp og eftir stendur andartakið sjálft og ilmurinn af kaffinu.
Myndirnar eru málaðar með kaffi svo viðfangsefnið verður að sjálfum efnivið myndanna. Þetta gerir Bergur ekki bara til að vera sniðugur, heldur tekst honum með þessu að endurskapa með lifandi hætti andartakið þar sem lífið kristallast við borðið á kaffihúsinu og við verðum allt í einu sjálfum okkur nóg með kaffibollann og mótsagnirnar rjúka burt eins og lauf í vindi. Í kaffibollanum finnum við næg tilefni til íhugunar og þetta fanga myndirnar.
Þeirra fagurfræði er upplifun einfaldleikans og algjör sátt við hið breyska og mannlega sem við finnum einmitt þegar við gefum lífinu frí og tökum okkur pásu.
Úr lýsingum Jón Proppé á verkum Thorbergs.
 

 

 


Biðund (100x60 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
97.000 Kr.
 


Biðlandi (100x60 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
97.000 Kr.
 


Bíðandi (100x60 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
97.000 Kr.
 


Bíðum......Bíðum (70x150 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
370.000 Kr.
 


Biðhetjur (180x150 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
570.000 Kr.
 


South River Band (120x120 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
370.000 Kr.
 


Biðhetjur, biðenglar (100x60 cm)
Kaffi á striga
Bergur Thorberg
430.000 Kr.
 

 
Bergur og Kormákur úr South River Band.