Ný málverkVetrarhátíð í Reykjavík 22-24 febrúar 2007Vetrarhátíð í Reykjavík er orðin fastur liður í menningarlífi Reykavíkur. Hátíðin var haldin dagana 22-24 febrúar. Í tilefni af Vetrarhátíð og Safnanótt í Reykjavík sýna Kjartan Guðjónsson og Sigurður Örlygsson Ný málverk í galleríinu Art-Iceland.com þann 23. febrúar -10. mars.
Kjartan Guðjónsson hefur verið áhrifamikill í Íslensku listalífi í meira en hálfa öld! Hann hefur skrifað kraftmiklar greinar í Moggann um íslenska list og haldið fjölda myndlistasýninga bæði einkasýningar og samsýningar.
Í upphafi voru málverk Sigurðar Örlygsonar í óhlutbundnum verkum en hann hefur þróað stíl sinn í átt að fantasíu og tilraunum með neyslusamfélag nútímans.
Á Safnanótt gengur strætó milli safna Reykjavíkur og fannst okkur tilvalið að opna sýninguna með heitu kakó og nýsteiktum kleinum. Við tókum á móti á annað hundrað manns frá klukkan 7-10 á föstudagskvöldinu.
Synir Sigurðar Örlygssonar glugga í sýningarskrána.
Það er notalegt að fá eitthvað heitt í vetrarnæðingnum og myndast verulega notaleg stemning að koma kaldur úr strætó inn á litríka myndlistasýningu þeirra Sigurðar og Kjartans.
Sýning þeirra Kjartans og Sigurðar ber nafn með réttu. Verkin eru í flestum tilfellum svo nýmáluð að olíulyktin fyllir vitin þegar gesti ber að garði. Að fáeinum verkum undanskildum þó. Hér á eftir fara málverk þeirra Siguðar og Kjartans númeraðar eftir sýningarskrá. Öll verkin eru unnin í olíu á striga fyrir utan verkið Form númer 10 sem er vatnslitur á pappír.
1. Kjartan Guðjónsson Í Hægindum (70x95 cm) 370.000
2. Sigurður Örlygsson Skæri (50x50 cm) 140.000
3. Sigurður Örlygsson Gylfi (65x90 cm) 270.000
4. Sigurður Örlygsson Úr asbesthúsinu (65x90 cm) 270.000
5. Sigurður Örlygsson Spæld egg (103x150 cm) 500.000
6. Sigurður Örlygsson Blá (50x50 cm) 140.000
7. Kjartan Guðjónsson Kona með blóm (40x90 cm) 200.000
8. Kjartan Guðjónsson Jólakerti (60x90 cm) 300.000
9. Sigurður Örlygsson Landvættir (150x200 cm) 800.000
10. Sigurður Örlygsson Form (22x22 cm) 28.000
11. Kjartan Guðjónsson Offors (80x100 cm) 440.000
12. Kjartan Guðjónsson Vals (95x70 cm) 370.000
13. Kjartan Guðjónsson landslag (40x60 cm) 140.000
14. Kjartan Guðjónsson Flug (100x85 cm) 470.000
15. Sigurður Örlygsson BBS (65x90 cm) 270.000
16. Sigurður Örlygsson Slóð hundsins (65x90 cm) 270.000
17. Kjartan Guðjónsson Maður, fuglar, þorp (80x100 cm) 440.000
18. Kjartan Guðjónsson Vonarblóm (90x90 cm) 450.000
|
|
|