Jónshús Garðabæ, vorið 2008
.
Á vordögum 2008 sýndu 60 ára og eldri afrakstur vetrar í Jónshúsi í Garðabæ. Þar var fjölbreitt úrval, bæði af skrautmynum og nytjahlutum.
Prjónastokkar, gestabækur, útskornar skrauthillur, svo eitthvað sé nefnt var til sýnins í Jónshúsi.
Gífurleg vinna liggur í öllu þessu handverki, ég veit að enginn telur það eftir sér, heldur er það ánægjan ein að skapa og vinna með skemmtilegt efni sem skiptir máli.
Útskornir rammar, kistlar o.fl.
Þessar myndir eru allar eftir Guðníu Sæmundsdóttur.
Mildar litasamsetningar og vandað handbragð einkenndi sýninguna.
Undirrituðum fannst mjög gaman að láta nemendur sína fá verkefni sem reyndi bæði á frjótt ímyndunarafl og innsæi.
Nemendur skiluðu verkefninu með stakri prýði. Ég spilaði lag fyrir fólkið mitt sem heitir Vorganga. Þeir sem höfðu áhuga áttu að mála mynd eftir laginu. Siðan lásum við ljóðið við lagið. Árangurinn lét ekki á sér standa hér á eftir eru myndirnar eftir ljóðinu.
Það er altaf gaman að sjá hve ólíkar myndir geta komið út frá sama verkefninu. Við erum svo ólík og hugsum svo ólíkt.
Óli Kr. Jónsson, akríl á striga.
Áslaug Ólafsdóttir, akríl á pappír.
Guðbjörg Jónsdóttir, vatnslitur á pappír.
Ásta Hannesdóttir, akríl á pappír.
Þórdós Katla, akríl á pappír
Vorganga
Er á rölti; um mel og móa, mikið á ég gott,
söng í eyrum lætur lóa, lifnar gamalt glott.
Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifnar vor.
þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor.
Andinn svífur, gáfur gefast,
ef ég geng um engi,
lengi, beðið eftir því,
beðið eftir þér.
Niður brekkur lækir líða, liðast eins og skott.
Lögmálinu ljúfir hlýða, líðst ei höfgadott.
Gutli vatn í gúmmískónum gerir ekkert til.
Er í sokk af ömmuprjónum, ágætum með yl.
Nú er vorið, gengið inn í garðinn,
græni, blærinn
kominn allt í kringum mig,
kringum mig og þig.
Allt er nú í góðum gangi, gæfan mér við hlið.
Finnst mér eins og lækinn langi’ að leika fossanið.
Gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið,
lifnar foldar frjó til lífsins, faðmar sólskinið.
Hæðir birtast, grundir gróa,
Þá er gaman úti’ að gleðjast
einn og leika sér,
leika sér með þér.
Texti: Jón Ólafsson – Lag: Jens Sigurðsson.