Álfar í mannheimum
Álfheiður Ólafsdóttir sýnir olíumálverk á Thorvaldsen bar 17. febrúar til 31. mars 2007.
Thorvaldsenbar er vinalegur bar í Austurstræti. Hann er skemmtilega innréttaður og er vel til þess fallinn að vera með myndlistasýningar. Þar er hægt að fá sér góðan mat á daginn og skemmta sér með lifandi tónlist á kvöldin, fram eftir nóttu.
Vorbirtan á barnum var falleg þegar við komum með myndirnar á sýninguna.
Thorvaldsenbar er vinsæll bæði af íslendingum og erlendum gestum. Fyrir kl. 11 á morgnanna eru mættir gestir sem bíða eftir að komast inn til að fá sér hressingu.
Emil O. Olafsson sýningarstjóri hefur í nógu að snúast. Bæði á barnum og við skipulag myndlistasýninga.
Myndirnar eru eins og sniðnar á veggina.
Emil setti upp límstafi fyrir neðan myndina "Í fótspor feðranna". Þar stendur heiti sýningarinnar, nafn listamanns og tímasetning. Hann valdi hvítt letur sem sker sig vel út á móti dökkum veggnum.
Við Þrándur fórum út að borða um kvöldið á barnum. Hvert einasta sæti var frátekið. Á reyklausa svæðinu var pantað borð fyrir 50 manns. Þá var tekið það til bragðs að opna inn í Bertelstofu sem er handan við hurðina sem sést á þessari mynd. Var sannarlega glatt á hjalla á langborðinu sem náði veggja á milli tveggja sala.
Við eitt borðið sat stelpa sem var að vinna á fartölvu. Það er nokkuð algengt að ungt fólk úr háskólunum tylli sér niður á barnum og vinni í verkefnum fyrir skólann.
|