Algea
Skúlptúrar eða hattar ?
Á laugardaginn kemur, þann 1. apríl frá kl. 14-19 verður galleríið Art-Iceland.com með frábæran gest frá New York. Það er fjöllistamaðurinn Algea. Algea var hjá okkur síðasta laugardag og tókst frábærlega vel.
Algea er mjög fjölhælfur hann skemmtir gestum sínum með því að spila jazz, reggae og funk tónlist á trommur, flautur, afrískt kalimba og samsláttarhljóðfæri. Hann semur ljóð og ætlar að flytja frumort ljóð um Ísland.
Algea er kominn hingað til lands til að sýna hönnun sína á höttum sem er hægt að breyta á ýmsan máta. Í raun má segja að hattarnir séu allt eins skúlptúrar. Algea selur hönnun sína í verslunum og listamörkuðum í Amsterdam, París og New York.
Þessi er dömulegur.
Með nokkrum smávægilegum lagfæringum er hægt að breyta hönnunninni. Þannig að einn hattur getur breyst í ótrúlegustu útfærslur af höttum.
Þessi útfærsla er eins og skúlptúr.
Þessar þrjár útfærslur hér fyrir ofan er einn og sami hatturinn.
Síðan er hægt að breyta honum í kórónu.
Þessar tvær myndir sýna einnig sama hattinn og tvær mismunandi útfærslur.
Það er mjög skemmtilegt að fá svona ferskan listamann í heimsókn og öðlast innsýn í framandi menningarheim.
|