Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Arnór G. Bieltvedt

Hjartsláttur Lifandi Náttúru

Nýrómantísk túlkun á Íslensku landslagi.

Arnór G. Bieltvedt ræðir við Bryndísi Schram

 

Arnór G. Bieltvedt opnaði sýningu í galleríinu Art Iceland.com sem er staðsett á Skólavörðustíg 1a. Opnunin var laugardaginn 18. febrúar 2006 frá kl.16:00 til 19:00. Ólafur Grétarsson spilaði ljúfa tóna á gítar til að undirstrika ljósa og lifandi tóna listaverkanna. Sýningin stendur til 4. mars.

Hjartsláttur lifandi náttúru fjallar um túlkun listamannsins á Íslensku landslagi. Túlkunin er expressonísk og nýrómantísk. Sérkennileg og framandi blóm búa i köldu norrænu landslagi og lifa við síbreytilegar andstæður hita og kulda þar sem loft og láð faðmast i líflegum dansi litanna.

Tæknin sem Arnór beitir í verkum sínum er óvenjuleg. Hann blandar óhikað saman ólíkum miðlum eins og kolum, túss, akrýl og olíu á striga.

Listamaðurinn sleit barnsskónum á Íslandi. Fluttist snemma út til Þýskalands og síðan til Bandaríkjanna og býr nú í Chicago. Hann er hámenntaður í hagfræði og félagsvísindum, markaðsfræði, stjórnun og listum með sérhæfingu í listmálun.

Arnór hefur haldið sýningar víða um Bandaríkin og Evrópu undanfarinn áratug og verk eftir hann er að finna i eigu einkaaðila og opinberra aðila um víða veröld.

Arnór er með heimasíðu á slóðinni art-iceland.com/arnor-g-bieltvedt-isl.html

Að lokum má geta þess að sýningin Hjartsláttur lifandi náttúru verður einnig sett upp í Íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og opnar hún 31. mars.

 

Svipmyndir frá opnuninni:

Litskrúðugir sýningargestir

 

Ólafur Grétarsson spilar ljúfa tónlist.

Pétur, Arnór og Glúmur.

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ketill Larsen og Ófeigur Ófeigsson.

Sýningargestir spjalla við Arnór.

Gunnar S. Magnússon ræðir við Arnór.

Birna Þórðardóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir ræða lífið og listina.

 

 


Þrándur Arnþórsson