BERND OGRODNIK
Brúðuheimar í Borgarnesi
Forvitnin rak mig áfram að kynnast og skoða Brúðuheima í Borgarnesi.
Ég var búin að gera mér í hugarlund að það væri áhugavert, en svo mér fannst það alveg frábært. Það veitir manni vellíðan að vera innan hagleiksverk Bernds. Umhverfið er eitt ævintýri sem slær í takt við það sem er til sýnis innan veggja Brúðuheima.
Bernd er fæddur í Þýskalandi árið 1961.
Eftir að hann fluttist til Íslands stofnaði hann fyrirtækið árið 1986, þá undir nafninu Alchemilla Puppetworks. Hann bjó svo í Bandaríkjunum og Kanada í 10 en er nú fluttur til Íslands á ný. Upp á síðkastið hefur hann hafið náið samstarf með Þjóðleikhúsinu á Íslandi.
Bernd vinnur sem brúðustjórnandi, smiður, kennari og framleiðandi.
Nálgun hans á brúðulistinni er undir sterkum áhrifum af fortíð hans og reynslu af flutningi sígildrar tónlistar, vinnu við myndskreytingar, tréútskurði og austurlenskum bardagalistum. Verkum hans hefur verið lýst sem "næringu fyrir sálina" en ekki "tyggjói fyrir augun"
Síðan í barnæsku hefur Bernd notið góðs af þekkingu annara brúðuleikara sem voru viljugir til að deila þekkingu sinni með öðrum. Hann var undir miklum áhrifum þýsks brúðuleikara Albrecht Roser og enn þann dag í dag notar hann hvert tækifæri til að fara baksviðs á brúðusýningu til að læra af og skoða nálgun annara listamanna á brúðuleiknum.
Í vandaðri brúðuleikssýningu virðist eitthvað yfirnáttúrulegt eiga sér stað.
Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir sambandið milli leikara og áhorfenda í leikhúsi eða brúðunnar sem tjáningarmiðils þeirra á milli. Áhorfendur sem eru fullkomnlega meðvitaðir um þá staðreynd að leikararnir eru "aðeins" brúður virðast samþykkja hina óskrifuðu reglu "við trúum". Með því leggja þeir sitt af mörkum í að glæða brúðurnar lífi. Og þegar við upplifum að þessi viðkvæma sköpun sem hangir á silkiþráðum sé með hjartslátt og geti endurspeglað okkar dýpstu tilfinningar, gleði og ótta þá sannarlega upplifum við töfraheim FigurenTheater.
Pétur og úlfurinn. Yfirstandandi eru sýningar á því verki.
Einar Áskell og pabbi hans er á bak við morgunblaðið að vanda.
Litla stúlkan með eldspíturnar.
Hún situr inni í litlu þröngu skoti og er að kveikja á síðustu eldspítunum sínum. Þarna er tilfinningin fyrir þeim svanga, og kalda rétt líst.
Það þarf ekki mikið til að búa til sína eigin leikbrúðu.
Augu á tréboga sem fingur gengur yfir er frábært til að búa til persónu sem talar.
|
Bernd Ogrodnik
Ótrúlegt magn af strengjum og mikla snilli í höndunum þarf til að stjórna þeim af leikni.
Hvert smáatriði útpælt.
Símtólið, er með strengjum þannig að húsbóndinn getur svarað og alls staðar eru festingar og vírar svo að allir hlutir geti verið færanlegir.
Þessi mýsla býður gesti velkomna i Brúðuheima.
Lítil stúlka situr flötum beinum í stofunni á meðan pabbi les blaðið og mamma er eitthvað annað að dunda.
|