Charlotta S. Sverrisdóttir
Litasinfónía í Míru-Art
Charlotta S. Sverrisdóttir opnaði sýninguna Litasinfónía í Míru-Art Bæjarlind 6 í Kópavogi þann 1. október 2006. Stendur sýningin út október. Litasinfónía einkennist af áhrifum Charlottu frá náttúrunni. Mosinn og hraunið greiptu sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina. Litirnir flæða eftir myndfletinum eins og draumur úr annari veröld. Það er undravert hve margt skemmtilegt er hægt að ná fram með einungis þremur litum í hverri einstakri mynd.
Svipmyndir frá opnun sýningarinnar:
Spáð í myndirnar og tæknina sem Charlotta beitir í verkum sínum.
Charlotta og dóttir hennar Rósa.
Það má skoða verkin hennar Charlottu E. Sverrisdóttir á vefnum Art-Iceland.com. Nánar um myndlist Lottu er á heimasíðunni:
https://art-iceland.com/charlotta-s-isl.html
|