Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com


Dilana og Magni á Broadway
 

 

Dilana og Magni á Broadway

Tónleikar með Dilönu úr Rock star Supernóva voru á Broadway núna á haustmánuðum.  Það er viðburður sem ég mátti ekki að missa af.  Við Þrándur og María Rún höfum fylgst með Rock star. Alveg frá fyrsta þætti veðjaði ég á Dílönu, í vinningssæti.  Mér fannst ógleymanlegt þegar hún mætti á sviðið í grábrúnum kufli með stóra hettu niður í augu.  Svo byrjaði þessi vera að syngja, með sinni djúpu rödd sem kom einhverrstaðar úr yðrum jarðar.  Í miðju lagi henti hún af sér kuflinum og þá birtist voða lítil, pen kona.  Og krafturinn í henni !  Vá.

Hún varð í öðru sæti og Magni í því fjórða sem er frábært hjá þeim.  Þau Magni og Dilana urðu góðir vinir í þættinum og var hún ákveðin í að koma til Íslands og syngja með honum.  

Why the dolphins cry, Zomby, The roof is on fire og fleiri góð lög ómuðu um sali Brodway við góðar undirtektir ungra sem aldna.

Þetta var auglýst fjölskylduskemmtun, þá hafði ég ástæðu til að fara, einhver "varð að passa" 11 ára dóttur mína.

 
Dilana og Magni á Broadway

Fyrsta lagið sem Dilana flutti var Zomby.  Með sinni ótrúlegu djúpu rödd fengu gestir hennar hroll niður bakið. 

Við vorum að horfa á mýkrafónana áður en þau gengu á svið annar var mjög lágt stylltur og hinn hálfum metra hærri.  Magni er frekar hávaxinn en Dilana er algjör stubbur.  11 ára stelpa sem fór upp á svið var aðeins hærri en hún.  Samt var hún í 10 cm. háum stígvélum.

Dilana og Magni á Broadway

Dilönu varð að orði að hún hafi aldrei verið með tónleika fyrir börn.  En þau eru ekki síðri áhorfendur.  Krakkarnir voru með öll lögin á hreinu sem hún flutti í Rock star Supernoa.  Dilana var mjög stolt af því. 

Dilana og Magni á Broadway

Fljótlega eftir tónleikana myndaðist löng röð af aðdáendum til að fá eiginhandaráritun.  Myndin er tekin þegar loksins kom röðin að Dagnýu  myndasmið.

Dilana og Magni á Broadway

Cool !!!!!!!!!!!!!!!

Dilana og Magni á Broadway

Magni var í góðum gír í laginu Hearoes sem hann flutti með stæl.  Hann lék sér að því að skipta á milli rafmagnsgítars og kassagítars eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Dilana og Magni á Broadway

Áhorfendur trylltust þegar Dílana sagði þeim að hafa eftir sér ajóooooooooooo  útsi útsi útsi  ejjjjjjjjjjjjjóoooooooooooo allllllllllllaaaaaalúuuuu , aaaaaaaaóóóó  o.s.frv...............

Dilana og Magni á Broadway

Ungur aðdáandi bað um lagið Mother, mother.  Sem Dilana söng af innlifun.  Laufey María sem pantaði lagið rak henni rembingskoss í þakklætisskini.

Dilana og Magni á Broadway

King of fire..................urrrrrrrrrrrrrrrrrrg.

Dilana og Magni á Broadway

Dilana þú ert í æðislegum stígvélum, vá hvað tjullið á pilsinu er flott.  Þú ert með rosa flott hár.  Krakkarnir ætluðu bókstaflega að éta hana. 

Dilana og Magni á Broadway

Ég fékk varla ráðið við tárin af hrifningu.  Og átti erfitt á köflum.  Ég vissi að þetta yrðu skemmtilegir tónleikar, en þeir voru mun betri en ég átti von á.  Ekki láta fram hjá ykkur fara tónleika með Dilönu og Magna.

 

 


Álfheiður Ólafsdóttir