Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com


 

Jólatréð geymir ýmis leyndarmál sem við ætlum að skoða nánar á eftir.


Við færumst nær þorpinu ef við krjúpum á gólfið.  Sniðugast er hreinlega að leggjast á gólfið og njóta þess að skoða.
 

Það snjóar svo mikið í litla jólaþorpinu að allir verða að ferðast um gangandi og draga börnin og jólapakkana á sleða heim á leið.
 

Drengur með trommu skemmtir vegfarendum hann er að vinna sér inn smáaura til þess að geta keypt jólagjöf handa mömmu og pabba og litlu systur.  Sumir veita honum eftirtekt og gauka að honum pening.  Aðrir virða hann ekki viðlits og líta hvorki til hægri eða vinstri.  Heldur strunsa heim á leið.
 

Töfranótt

Anna Gréta, Anna Gréta heyrist kallað hástöfum.  Það er pabbi hennar Önnu Grétu sem kallar.  Þau voru að koma heim með jólatréð.  Þetta var skemmtilegasti dagurinn á árinu fyrir Önnu.  Fyrir utan aðfangadag og auðvitað afmælið hennar.  Hún varð 9 ára á síðasta afmæli og fannst að nú gæti hún allt í heiminum. 

En það var svo merkilegt að meðan hún gekk með vagninum á leiðinni heim þá varð hún eitthvað svo undarleg.  Hún fór að fylgjast með litlum fugli sem söng svo fallega á grein.  Fuglinn fylgdi þeim eftir og hún gat ekki haft augum af honum.  Anna Gréta hætti alveg að heyra hvað pabbi hennar var að segja við Óla bróður hennar.  Í staðinn fylgdi hún fuglinum fast eftir með augunum, og dáðist að því þegar jólaljósin lýstu hann upp.  Stundum varð hann rauðbleikur og grænn eins og páfagaukur og svo snögglega varð hann blár.  En fegurð söngsins og litanna urðu til þess að Anna litla hvorki heyrði né sá það sem gerðist í kring um hana.
 

 

En þá gerðist það, fuglinn hvarf.  Eins snögglega og hann birtist.  Anna Gréta hljóp af stað að leita, hann mátti ekkii yfirgefa hana.  Hún ætlaði að finna hann. 

Áður en hún vissi var hún komin inn í dimman skóg þar sem kliðurinn frá þorpinu var nánast að deyja út og ljósin voru eins og dauf skíma.  Fuglinn minn, fuglinn minn.................hvar ertu kallaði Anna Gréta.  Hún var orðin hrædd þegar hún uppgötvaði að pabbi hennar og Óli bróðir voru horfnir og hún var ein.  Hvað átti hún nú að taka til bragðs ? 

En nú heyrði hún hvað það kom brestur í grein rétt við fótmál hennar.  Hún leit snöggt við.  Þarna var kominn hvítur hestur með fagurblá augu sem lýstu fram á veginn.  Á grein rétt fyrir ofan hestinn sat fuglinn hennar og byrjaði aftur að syngja sinn fagra söng. 

Hún hrökk við en jafnaði sig strax og hún sá fuglinn.  Nú var hann að mestu leiti hvítur og með fagurblá augu sem lýstu eins og á hvíta hestinum.  Hesturinn krafsaði og hneggjaði.  Síðan beygði hann sig niður svo að hún gæti stigið á bak honum.  Hesturinn snéri við og eins og í draumi þá þeystu þau af stað.  Það var svo mjúkt að sitja á hestinum að Anna Gréta fann ekkert fyrir hvað hesturinn fór hratt yfir, henni fannst hún svífa.  Dúnmjúk mjöllin sveipaðist um hana og gliltraði eins og silfur.  

Hún flaug og sveif eins og dúnhnoðri.  Pabbi, pabbi, Óli ég er hérna. 

Þeir feðgar komu hlaupandi þar sem Anna lá meðvitundarlaus í snjónum.  Það hafði liðið yfir Önnu, en hún rankaði úr rotinu þegar þeir komu til hennar.  Anna sagði þeim frá fuglinum og hestinum, en Óli leit á pabba og hristi hausinn.  Þeir trúðu ekki einu orði af því sem hún sagði.  Komdu nú heim Anna Gréta.  Það eru allir orðnir dauðþreyttir og á morgun förum við að skreyta tréð og pakka inn öllum jólagjöfunum. 

Pabbi setti Önnu á háhest.  Hún leit við en sá þá sem snöggvast hvíta hestinn og fuglinn hennar flögraði fyrir ofan hann.  Pabbi ég sá hestinn snúðu við.  En þegar pabbi og Ólu snéru sér við, þá sáu þeir ekkert nema hvíta mjöllina svo langt sem augað eygði eftir stígnum inn í dimman skóginn.  En einhvers staðar langt í fjarska hneggjaði hestur og þau heyrðu fagran fuglasöng.

 


 

Siggi var að skjóta sér í henni Dóru í næsta húsi.  Á Þorláksmessu bankaði hann upp á hjá henni.  Þau fóru saman í Bæinn að versla jólgjafir.  Siggi gaf Dóru lítinn pakka áður en þau kvöddust.  Hún kyssti hann fyrir og  þá roðnaði hún alveg út að eyrum.
 


Bakarinn á horninu bakar heimsins bestu brauð og er alveg sjálfsagt að versla af honum fyrir jólin.  Stundum lumar hann á einhverju óvæntu í brauðin og er alltaf spennandi að vita hvað honum dettur í hug þetta árið að baka með brauðinu.
 

        
 

Allt þorpið iðar af lífi og allir hafa nóg að gera.  Krakkarnir taka jólastressið ekki eins alvarlega og byggja snjókall í rólegheitunum.


Álfheiður Ólafsdóttir

Fagurt jólaævintýri

Hafdís Jónsdóttir
 

 


 

Hafdís Jónsdóttir er nágranni minn og er mikill fagurkeri.  Þegar líður að jólum er gaman að vera til.  Þá má sleppa fram af sér beislinu og fara á flug ævintýranna.  Það er hægt með ýmsu móti.  Haddý eins og flestir kalla hana býr til heilt ævintýri fyrir jólin.  Að hennar sögn er hún heilan dag að skreyta jólatréð. 

Við hérna heima hjá mér erum enga stund að skutla einhverju skrauti á okkar tré, þannig að ég varð mjög forvitin að vita hvað hún væri að gera.  Svo að ég fékk leifi til að kíkja í heimsókn og þá varð ég ekkert undrandi lengur af hverju það tekur tíma að koma upp jólatrénu.

 

Fyrir utan húsið eru fallega skreyttir runnar og marglitar seríur teikna húsið að utan eins og skemmtilegt piparkökuhús.