Hið innra landslag
by Charlotta
(Garðabær)
Nú stendur yfir myndlistasýning að Kirkjuhvoli, Listasetri Akraness. Charlotta Sverrisdóttir sýnir "Hið innra landslag", þar sem hún rýnir í taugafrumur.
Við erum gerð úr frumum. Taugafrumurnar mynda net boðleiða
um allan líkamann. Að horfa á taugafrumurnar úr fjarlægð
er sem þær myndi annað landslag, n.k. geim þar sem hver
fruma er sem hnöttur í óra fjarlægð. Taugafrumurnar eru
okkar innra símkerfi, um þær fara öll okkar skilaboð.
Frumurnar eiga sér sjálfstætt líf, þær lifa sínu lífi og geta hegðað
sér eftir eigin geðþótta. Þær geta þess vegna farið á
flug og flogið vítt og breitt.
Charlotta S. Sverrisdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr núna í Garðabæ.
Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971 og hefur starfað sem grunnskólakennari allar götur síðan.
Í gegnum tíðina hefur hún sótt allskonar námskeið tengd listum og málun. Hún tók sig því til árið 2000 og hélt til náms í Bandaríkjunum og nam” fine arts” frá grunni. Þegar heim kom hélt hún áfram í myndlist í Myndlistaskóla Kópavogs til margra ára. Núna rekur hún vinnustofu að Auðbrekku 6, Kópavogi, ásamt því að vera meðlimur í Galleríi Art 67 í Reykjavík og vera stofnmeðlimur í Grósku, félagi myndlistamanna í Garðabæ og Álftanesi.
Hún hefur heimasíðuna:www.lotta.is
Comments for
|
||
|
||
Click here to add your own comments Join in and write your own page! It's easy to do. How? |