JólafjörTónlist: Hjónabandið
|
Hjónabandið hefur starfað saman í u.þ.b.10 ár með hléum. Það er skipað tvennum hjónum, þeim Ingibjörgu Elfu Sigurðardóttur og Jóni Ólafssyni og Auði Friðgerði Halldórsdóttur og Jens Sigurðssyni. Heimavöllur Hjónabandsins er á Kaffi Langbrók í Fljótshlíð þar sem oft er hægt að heyra bandið spila.
Hjónabandið gaf út disk s.l. sumar og inniheldur hann 12 lög, eitt fyrir hvern mánuð ársins og er það vel við hæfi þar sem diskurinn heitir "Diskur ársins". Lögin og textarnir eru öll frumsamin eftir meðlimi hjónabandsins. Myndbandið "Jólafjör" er fyrsta myndbandið sem gert er við lög Hjónabandsins. Aðal vetvangur bandsins hefur í gegnum árin verið jólaböll í nágrannasveitum en einnig hefur það tekið að sér ýmiskonar uppákomur allt frá þorrablótum til stjórnunar á afmælum víða um land. Upplýsingar og pantanir eru í símum 8931081 (Auður) 0g 8634662 (Inga)
|