Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com


María Jónsdóttir

 

María Jónsdóttir opnaði sýningu í Art-Iceland.com Skólavörðustíg 1a þann 29. október 2006.  Hún sýndi verk sem eru unnin á síðastliðnum tveimur árum.

María Jónsdóttir er fædd 15. apríl 1918 á Blöndósi.
María var til sex ára aldurs á Refsteinsstöðum í Víðidal og flutti svo að Hlíð á Vatnsnesi 1927. Þar var hún heimilisföst til 1947 en vann við saumaskap á Hvammstanga og í Reykjavík á vetrum. 14. júlí 1947 fór hún að Kirkjulæk í kaupavinnu til Ólafs Steinssonar og giftu þau sig 20. nóvember sama ár.  Þau eignuðust 7 börn og á hún nú 20 barnabörn og 10 langömmubörn. Árið 1984 fluttu þau að Stóragerði 4 á Hvolsvelli en þar bjó hún til ársins 2000 er hún flutti á Dvalarheimilið Kirkjuhvol þar sem hún býr í dag. Ólafur lést 19. oktober 1993.
Hún hefur haldið um 10 einkasýningar víða um land þar á meðal á Hvammstanga,  Selfossi, Hveragerði og Akureyri, auk nokkurra sýninga með öðrum.  Fyrsta sýningin var 1972 á Mokka kaffi í Reykjavík.
Hún var mest í olíulitum framanaf en um 1970 fór hún að mylja grjót og gera myndir úr því jafnhliða ýmsu öðru s.s. leirmótun, útsögun, útskurði, klippimyndum og prjónaskap og mörgu fleira.


Hér gefur að líta myndir sem eru vatnslitaðar.  Kindurnar eru klipptar úr gæru.
 

Hestarnir eru klipptir út, vatnslitaðir og límdir á grunninn, sem er vatnslitaður undir.


Kríur málaðar á stein.
 

Kríur, vatnslitur.
 

Kort, vatnslitur á pappír og þurrkuð lauf.
 

Þrjár sprækar frænkur, Dagný Valdimarsdóttir, Jóhanna Steinsdóttir og María Rún Þrándardóttir.

 

Bróðir mömmu, Pálmi Jónsson, og konan hans Ingibjörg Daníelsdóttir.

 

Systkinabörnin Sigurbjörg Á. Ólafsdóttir og Ásgerður Pálmadóttir.
 

Spáð í listina, skrafað og skeggrætt.  Valdimar Guðjónsson, Alda Björgvinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Steinn Ólafsson og Grétar Markússon.

 

Ágúst Ólafsson, Sigríður Sveinsdóttir, mamma og Ragnheiður Benónísdóttir.
 

Frá vinstri:  Álfheiður Ólafsdóttir, Pálmi Jónsson, Jónas Jónsson, Ingibjörg Daníelsdóttir,
Sólveig Helgadóttir og Vignir B. Árnason.
 

María Jónsdóttir, Kristín Ásmundsdóttir og Kristín Sunna Sigurðardóttir.
 

Kristín Ólafsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Auður.
 

Systkinin Jóhanna Steinsdóttir og Hjörleifur Jón Steinsson.

Þá er komið að kveðjustund, þetta var yndislegur dagur í faðmi fjölskyldu og vina.  Mig langar að slá botninn í þessa grein með þessari skemmtilegu vísu sem var ort um mömmu.

Magðalena Sigurþórsdóttir var stödd á grjótmyndasýningu á Mokka 1972 og datt í hug þessi vísa:

Feikna dugleg fágæt snót
í frístundunum mylur grjót
engum gefur undir fót
en allir hljóta að finna
að María er úr grjótinu
gullþræðina að spinna.

 

Álfheiður Ólafsdóttir