Pádraig Grant
Augnablik í Afríku
Ljósmyndarinn Pádraig Grant hélt sýningu í galleríinu Art-Iceland 1-12. september. Um er að ræða fjáröflunarsýningu og andvirði sölu myndanna mun renna til áframhaldandi starfa IceAid, sem eru íslensk þróunar- og mannúðarsamtök. IceAid hjálpa til við uppbyggingu munaðarleysingjaheimila í Líberíu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru svart/hvítar og teknar á 20 ára tímabili í Afríku.
Þekkti írski rithöfundurinn Eoin Colfer styður við bakið á IceAid samtökunum. Hann selur Artemis Fowl bolina á netinu og rennur allur ágóðinn af sölunni til samtakanna.
Eoin Colfer, Glúmur Baldvinsson framkvæmdastjóri IceAid á Íslandi og Inga Lind fréttakona.
Ljósmyndarinn Pádraig og Kolfinna Baldvinsdóttir.
Þær eru freistandi bækurnar hans Eoin Colfer og upplagt að láta rithöfundinn árita þær. Bækurnar hans um Artemis Fowl eru heimsþekktar og hafa verið gefnar út á fjölda tungumála. Þær hafa náð mjög góðri sölu hérlendis sem annars staðar í heiminum.
Sjá nánar um sýninguna:
|
Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku
Icelandair, JPV útgáfa og Íslandsprent eru bakhjarlar kynningar á IceAid og ljósmyndasýningar sem haldin verður 1. september 2007 í galleríi Art Iceland við Skólavörðustíg 1A, 101 Reykjavík.
|
|