Senin ArenzKyrrð
Vífilfell fagurt fjall rétt við Litlu kaffistofuna. Senin Arenz er frá Þýskalandi, hún er ein af þeim erlendu ferðamönnum sem hafa heillast af landi og þjóð og ákveðið að setjast hér að. Hún nýtur þess að ganga í nágrenni Vífilsfells. Hún kom til landsins árið 2005 og eins og hún orðar það "þá finnst henni vænt um Ísland, litina sem eru ríkjandi hér, kyrrðina. birtuna og fegurðina" Senin heldur áfram: "Eftir fyrstu heimsóknina til Íslands þá fannst mér strax eins og að ég ætti heima á þessu fagra landi" Strax eftir þá heimsókn ákvað ég að flytjast til Íslands.
"Stundum var sólin að reyna að komast í gegn um skýin eitt augnablik en samt nógu langur tími fyrir mig til að grípa þessar fáu sekúndur og fanga augnablikið"
"Ég get verið hérna klukkustundum saman gengið um og dáðst að umhverfinu í kring um Vifilfell. Eftir góðan göngutúr er notalegt að fá sér kaffi á Litlu kaffistofunni"
|
|
|