Smámyndasýning
"Tvær í einu höggi" - Jólin 2006
Laugardaginn 9. desember opnaði smámyndasýning í Art-Iceland.com á Skólavörðustíg 1a. Sýning Gunnars S. Magnússonar og Álfheiðar Ólafsdóttur "List hjartans" lauk og við tók smámyndasýning. Sýndar eru fjölmargar nýjar smámyndir eftir listamennina sem eru í galleríinu Art-Iceland.com. Smámyndasýningin stendur yfir til 15. janúar 2007.
Steinn Kárason spilar á gítar og munnhörpu.
Til stóð að KK tónlistarmaður myndi koma og skemmta gestum og gangandi en því miður komst hann ekki í þetta sinn. Þó að útilokað sé að fylla í skarð KK tókst þó að semja við Skólavörðustígs-tónskáldið. Steinn Kárason spilaði á gítar og söng frumsamin lög. Allir njóta þess að hlusta á ljúfa tóna samhliða því að skoða fallega myndlist.
Álfheiður Ólafsdóttir og Ólafía Ásgeirsdóttir.
Þrándur Arnþórsson og María Skúladóttir frá Barnaheillum.barnaheill.is
Listamennirnir og Art-Iceland.com gefa 10% af allri sölu af smámyndasýningunni til Barnaheilla.
Í desember verður opið í Art-iceland.com sem hér segir:
Til 14. desember er opið frá kl. 11:00-18:00
Frá 15. - 22. desemeber er opið frá kl. 11:00-20:00
Á Þorlálksmessu er opið frá kl.11:00-23:00
Aðfangadag jóla er opið frá kl. 12:00-14:00
Listamennirnir sem verða með verk á smámyndasýningu að þessu sinni eru:
Sigurður Örlygsson - Fjölbreyttar myndir unnar með vatnslit og akríl.
Helga Sigurðardóttir – Kraftmiklar og litríkar myndir unnar með pastelkrít á velúr pappír. Hugmyndin er fengin frá orku jarðar,
Árni Rúnar Sverrisson – Olía á striga. Vinnur út frá hugmyndinni: Frumgróður jarðar.
Inga Dóra Guðmundsdóttir – Stafræn prent, ljósmyndir unnar í tölvu.
Ester Jóhannesdóttir – Blönduð tækni, olía og oft sprungumálning í bland og einnig grjótmulningur sem undirlag.
Álfheiður Ólafsdóttir – Olía á striga. Abstrakt verk og landslags málverk.
Helga Sigurðardóttir – Snæfelljökull er þemað hjá Helgu, hún vinnur í vatnslit á þessari sýningu.
Kjartan Guðjónsson – Olía og guashmyndir.
Max – Vatnslitur og blönduð tækni.
Kristín Pálmadóttir – Hún er grafíklistakona og vinnur mjög sérstök grafíkverk, sem eru 1/1 og eru þrykktar í olíulit.
Ástrós Þorsteinsdóttir – Kirkjur og skúlptúrar úr leir, fyrirmyndin af kirkjunum er kirkjan í Stykkishólmi.
María Jónsdóttir – Hún býr til píramita úr rúðugleri. Þeir eru allir númeraðir frá 1-44
Matthildur Skúladóttir – Vinnur verk úr steindu gleri, bæði lampa og myndir í glugga.
Jóhann G. Jóhannsson – Notar blandaða tækni í sín verk. Við sjáum Íslenskt landslag úr verkunum.
Steinunn Einarsdóttir – Vestmannaeyjar eiga hug hennar allan. Hún er með ljúfar myndir frá eyjum.
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir – Býr til skúlptúra úr járni og grjóti.
Svandís Egilsdóttir – Vinnur sérstæð verk úr vatnslit og olíu. Það má geta þess að hún er með sérstöðu að því leiti að hún býr til litlar skemmtilegar myndir sem henta nýburum.
Charlotta S. Sverrisdóttir – Olíumyndir, þær eru sniðugar í eldhús eða borðkróka
Ágúst Bjarnason – Teiknar og sker út í linoleum dúk. Hann hefur húsin í bænum mikið sem myndefni svo og báta. Í öllum myndunum hans er skemmtilegur humor og frásagnagleði.
Sigríður Rut Hreinsdóttir – Ljúfar myndir af plöntum, einkum er það ljónslappinn sem er þemað fyrir þessi jól. Blönduð tækni.
Álfheiður Ólafsdóttir
|