Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Art-Iceland.com og Miðstöð símenntunar taka höndum saman í skemmtilegri sýningu

Sýning í Miðstöð Símenntunar Hafnarfirði

Galleríið Art-Iceland opnaði myndlistarsýningu í samstarfi við Miðstöð Símenntunar Hafnarfirði laugardaginn 3ja febrúar.  Sýningin hófst með opnun að Skólabraut 1, þar sem Lækjarskóli var áður til húsa. Myndverk tíu listamanna eru sýnd. Í tilefni opnunarinnar var tónlistarflutningur þar sem Guðrún Árný Karlsdóttir heiðraði Miðstöð Símenntunar með söng sínum og ferskt hafnfirskt tríó spilaði. Með sýningunni vill Miðstöðin veita velunnurum sínum tækifæri á að kynnast hver öðrum, húsnæðinu og starfseminni.

Galleríið leggur metnað sinn í að vera með áhugaverðar uppákomur.  Einnig finnst okkur skemmtilegt að fara með listina til fólksins.  Samvinnan við Miðstöð símenntunar er eitt af þeim verkefnum og er það einstaklega áhugavert ekki síst vegna þess að húsnæðið hefur sína sögu sem glæðir listina lífi meira en margt annað.

 

 
 

Finnur Þ. Gunnþórsson sem lítur upp hér á myndinni hér fyrir ofan og Theodór Hallsson, skólastjóri Miðstöðvarinnar stóðu fyrir þessari uppákomu í samstarfi við galleríið Art-Iceland.com



Guðrún Árný Karlsdóttir söng frumsamin lög.  Hún virtist "ekkert" hafa fyrir því að flytja lögin sín.  Þau runnu ljúft í gegn mjúkt og óhindrað.
 


 

Undirrituð stóð sveitt yfir kleinupottinum daginn fyrir opnun til að ná réttu stemningunni.  Ávextir í bland til að bæta smáhollustu við.
 

Sigurður Örlygsson Í upphafi voru málverk Sigurðar óhlutbundin. En hann hefur þróað stíl sinn í átt að fantasíu og tilraunum með neyslusamfélag nútímans.



 

Ólafur Kolbeinn Guðmundsson kynnti dagskrá Miðstöðvarinnar.  Í húsnæðinu fer fram mjög fjölbreytt nám.  Bæði er kennt með námskeiðum á hefðbundinn hátt.  Síðan er einnig kennt með fjarkennslu í samstarfi við Háskólann á Akureyri.
 

Miðstöð símenntunar er fagurt hús.  Arkitektúrinn minnir á Guðjón Samúelsson en sá sem teiknaði húsið var Emil Jónsson árið 1926.  Í fyrstu var skólinn nefndur Barnaskóli Hafnarfjarðar. 

Eftir 1960 breyttust reglurnar þannig að farið var að skíra skólana eftir kennileitum.  Þannig kom það til að Barnaskóli Hafnarfjarðar fékk nafnið Lækjarskóli.  Vegna þess að hann stendur við Lækinn í Hafnarfirði. 

Árið 2003 er byggður nýr skóli sem heitir Lækjarskóli.  Gegnir hann sama hlutverki og gamli Lækjarskóli Hafnarfjarðar.  Námsflokkar Hafnarfjarðar eða með öðrum orðum Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði fékk húsnæðið undir starfsemi sína og er húsnæðið vel nýtt.

Það er frábært að sýna verk í þessu sögulega húsi.  Stiginn er ótrúlega skemmtilegur.  Það eru trétappar í handriðinu, sem segja sögu sína.  Þeir eru til þess gerðir að börnin gætu ekki rennt sér niður á handriðinu og farið sér að voða.
 

Ágúst Bjarnason skissaði upp húsin í Hafnarfirði og fullvann svo teikningarnar heima. Til hægri er Sigguhús, við Hellisgerði.


Ágúst Bjarnason hefur unnið að list sinni allar götur síðan 1980 og komið víða við. Má þar nefna teikningar, myndskreytingar barnabóka, Koparætingu, vatnslitamálun og nú síðustu ár dúkristur.
 


 

Svandís Egilsdóttir er ein þeirra skemmtilegu listamanna sem lætur hjartað ráða ferðinni í myndsköpun sinni. Hvar sem hún er niðurkomin skiptir hana mestu máli að vera hún sjálf og þá streyma listaverk frá henni eins og af sjálfu sér.


Ester Jóhannesdótttir vinnur verk sín aðallega á striga með blandaðri tækni þar sem innblásturinn er að mestu sóttur í náttúruna en einnig hönnun og arkitektúr.
 


 

Inga Dóra Guðmundsdóttir blandar saman ljósmyndum, tölvugrafík og málverki. Fyrirsætan leikur stórt hlutverk í verkum Ingu Dóru. Hún sker myndirnar og sýnir þannig líkamann sem form.
 

 

Húsnæðið er sérstakt sýningarrými sem gaman er að fást við.  Í byrjun voru töluverð slagsmál við veggina.  Því að þeir eru málaðir dökkum lit alveg upp í augnhæð. 

Í þessu tilfelli urðum við að hengja myndirnar fyrir miðju á vegginn.  það var allt of hátt að hengja fyrir ofan brúna litinn og allt of lágt að hengja fyrir neðan línuna þ. e. á dökka litinn.  Þannig að þessi leið var valinn, hengja á miðja línuna.  Það kom bara ágætlega út.
 


 

Charlotta S. Sverrisdóttir verður fyrir áhrifum frá náttúrunni. Mosinn og hraunið eru sterk í listsköpun hennar. Litir landsins flæða yfir myndflötinn eins og draumur úr annari veröld.
 


 

Ferskt Hafnfirskt tríó skemmti sýningargestum.  Þessar litskrúðugu stelpur kalla sig Furuna.  Óneitanlega óvenjuleg samsetning á hljóðfærum sem kom samt skemmtilega út. Var vel til fundið að biðja þær að spila.
 


 

Árni Rúnar Sverrisson er undir sterkum áhrifum frá litbrigðum og formum frumgróðurs jarðar. Á löngum göngum um hálendi Íslands hafa sprottið þessar hugmyndir að sérstæðum málverkum Árna.
 

Helga Sigurðardóttir slær á sína litastrengi með ákefð og ákveðnum stíl. Krafturinn í myndum hennar dregur þig með í ferðalag inn í kraftmiklar og litríkar tilfinningar.
 


 

Kristín Pálmadóttir líkt og fleiri myndlistamenn síðari ára lætur birtu, kraft, liti og form landsins móta verk sín í málverki og grafíklist.
 


 

Það var margt um manninn á sýningunni.  Á annað hundrað komu á sýninguna okkur til heiðurs.
 


Falleg mósaíkverk eru beggja vegna á ganginum.  Gefa þau hlýlegan blæ.
 


 

Kristbergur Ó. Pétursson var í boði Miðstöðvar símenntunar með nokkur verk.  Hann fjallar um hrjóstrugan og ógreiðfæran veruleika íslenskrar náttúru í verkum sínum.



Álfheiður Ólafsdóttir